Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 64

Skírnir - 01.04.1907, Side 64
160 Darwinskenning og fraraþróunarkenning. fram. Ef afkvæmið brcytist, sem vér vitum ekki enn þá, þá er sú breyting sams konar og brurnbreyting, og fer •ekkert eftir því hvers eðlis æsitækin eru. Kenning Weissmanns er neitun Lamarckskenningar- innar og verður á engan hátt tvinnuð saman við hana. Eftir kenningu Weissmanns ná ekki áhrif þau sem La- marck talar um til þess sem tegundarbreytingunni veldur. RENÉ BERTHELOT. — Eg þakka herra Giard fyrir að hann heíir skýrt fyrir oss skoðun sina á framþróun- inni, og er skoðun hans sameining Darwinskenningarinnar •og kenningar Lamarcks. Eg skal svara athugasemdum hans með því að segja nokkur orð, til að skýra nánar tilgátur þær er eg kom fram með og víkja að nokkrum þeim greinum er mæla gegn Darwin. Eg byrja á því sem snertir Weissmann og Cuvier. Eg hefi rannsakað hvort öll líffræðiskerfin, hvort heldur er Darwins eða Weissmanns, Lamarcks eða Cuviers, væru ekki sett saman af ýmsum ólíkum greinum, sem auðvelt væri að taka hverja um sig og setja í ný sambönd. Það er þá fyrst um Weissmann, að eg hefi ekki lagt það til að halda kenningu hans í heild sinni; það virðist nú á dögum •erfitt að fallast á algerða neitun þess, að áunnar breyt- ingar (þ. e. þær breytingar sem einstaklingarnir taka á æfiskeiði sínu) gangi að erfðum, og neitun þess að um- hverfið hafi áhrif á lífsbreytingarnar. Eg hefi spurt sjálf- an mig hvort ekki mætti bera þessar kenningar fyrir borð og bjarga einni af aðalsetningum Weissmanns, sem só þeirri, að tegundarbreytingar séu ekki áunnar breyt- ingar er gangi að erfðum, heldur meðfæddar breytingar. Þessi setning væri svo sett í nýtt samband við aðrar hug- myndir, er það væri játað að tneðfæddar breytingar, engu síður en áunnar breytingar, væru undirorpnar áhrifum umhverfisins. Eg hefi ekki heldur sagt að kenning Weiss- manns snerti neitt meygetnað af manna völdum, enda er það augljóst að svo er ekki; en eg hefi reynt að sýna fram á að reyna mætti að setja tilraunir Loeb’s og aðrar svipaðar í samband. við kenningu þá er eg hefi kallað

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.