Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 65

Skírnir - 01.04.1907, Page 65
Darvvinskenning og framþróunarkenning. 161 Weissmanns-Lamarckskenning, rrieð því að þessar tilraunir •eru einmitt í því fólgnar að láta umhverfið verka á lif- andi verur um leið og nýr einstaklingur er getinn, en ■ekki alla æfi einstaklingsins. Að því er við kemur Cuvier og jarðbyltingunum, þá má eg minna á það, að eg hefi bent á að gera yrði grein- armun á uppruna nýrra tegunda og dauða þeirra tegunda :sem fvrir eru; ekkert er því til sönnunar, að þessi tvenns konar fyrirbrigði séu ávalt eða einu sinni venjulega af :sömu rótum runnin; enginn efi leikur á því, að lífsbar- áttan á oft lítinn þátt í því er tegundir hverfa; kenning Osborns um orsakirnar til þess að dinosárarnir hurfu úr sögunni er þá alls ónóg til að sanna að þróun þeirra teg- unda er vér finnum á því timabili sé náttúruvalinu að þakka. Kenning Osborns er hins vegar ekki annað en tilgáta, og sumir líffræðingar hafna henni. Um fornlífs- fræðina segir herra Giard oss að nýir milliliðir kynnu að finnast, ef þeirra væri gauiugæfilega leitað. Það getur verið; en gæta ber þess, að þrátt fyrir alla þá fyrirhöfn ■er menn hafa gert sér í fjörutíu ár, þá eru milliliðirnir þó undantekning. Yæri Darwinskenningin rétt, ættu þeir að vera reglan. Og mér finst örðugt að láta sér nægja .að saka fornlífsfræðingana um of mikla ást á þeim dætn- unum sem greinileg eru. En þau atriði fósturfræðinnar, sem herra Giard drap á (mjög hraðfara breytingar, en síðan löng tímabil án sýnilegra breytinga) eru ein rök- semdin til með þeim er halda fram snöggum breytingum, ef menn fallast á Serres-lögmálið um samsvaran fóstur- sögunnar og tegundarsögunnar, einstaklingsþróunar og tegundarþróunar. HOUSSAY. -— Það gleður mig að heyra heimspeking halda fram skoðunum sem líffræðingarnir um tuttugu ár bafa verið sammála um. Vér sjáum að framþróun hefir átt átt sér stað i dýraríkinu. Framþróunin er því sann- reynd; Darwinskenningin er ein af tilgátunum sem miða að þvi að skýra hvernig þessi framþróun hafi getað átt sér stað. Mér féll sérstaklega vel í geð það sem herra 11

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.