Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 66

Skírnir - 01.04.1907, Page 66
162 Darwinskenning og framþróunarkenning. Berthelot sagði um áhrifin er hið andlega umhverfi Dar- wins hefði haft á þróun skoðana hans. Við það sem herra Giard tók fram vildi eg bæta tveim eða þrem atriðum. Meðal þeirra fjögurra grund- vallaratriða, sem herra Berthelot tók fram, fann eg ekki það atriðið, hvort eitthvað er hagstætt eða óhagstætt fyrir afbrigðið. Afbrigði getur ekki orsakað náttúruval, nema það sé hentugt eða óhentugt; að öðrum kosti er engin útskýring. En það er ógerandi að segja fyrirfram að hverju gagni eða ógagni einhver eiginleiki verður. Dar- winskenningin færir því sams konar sönnur og hagfræðin; hún færir sönnur á að það verður sem verða á; það er alt og sumt. Það er mjög óákveðið viðvíkjandi orsaka- sambandinu. Náttúruvaiið er endir framþróunar, og getur ekki verið henni til skýringar. Það væri mikilsvert að rannsaka frumatriðin. Frá sjónarmiði Darwinskenningarinnar er það skoðað í sambandi livort við annað, að spendýrin koma fram og dinosárar hverfa. Og til þess að geta fall- ist á að hin smávöxnu spendýr hafi sigrað stórvaxin skrið- dýr, hugsa menn sér að spendýrin hafi étið egg skrið- dýranna. En þessi viðburður í dýraríkinu er samtímis stórkost- legri byltingu í loftslaginu. Loftslagið hefir þangað til verið alstaðar eins, en nú verður sú breyting á að belti myndast og verða æ líkari hvert öðru; næsta orsökin er: þétting sólarinnar; afieiðingin: að skriðdýrin hverfa úr sögunni. Spendýrin koma þar hvergi nærri. I hverju efni verður að finna hinar miklu allslierjar orsakii' utan- jarðar, sem breytingunum hafa valdið. Þá fyrst tekst að leysa úr gátum breytingarinnar. — Breytingin þarf ekki frá upphafi að vera sameiginleg, enda þótt orsök hennar sé almenn. BERTHELOT. — Með »sameiginleg« meina eg að hún sé ekki við einstakling bundin. IIOUSSAY. — Eru orsakir breytingarinnar hið innra eða hið ytra: þar er liið mikla ágreiningsefni milli Dar-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.