Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 67

Skírnir - 01.04.1907, Side 67
Darwinskenning og framþróunarkenning. 163 wins og Lamarcks. Það fer svo fjarri því að leita beri að orsökum breytingarinnar í hintli lifandi veru sjálfri, heldur ber að leita þeirra fyrir utan hana. Þér hafið talað um Cuviers-framþróunarkenning; sú skoðanasamein- ing má vel takast, og ef til vill vœri hún ekki eins ný, ef framþróunarhugmyndin væri ofin saman við kenningu Agassiz. Þótt hið ósamfelda sé mjög slitrótt, þá sækir það í samfelluhorfið. Sé mjög stutt milli stigarimanna, verður stiginn harla likur höllum fleti. Alt sem hægt var að segja af hyggjuviti einu saman hefir verið sagt síðan fyrir þrjátiu árum. Það sem nú á ríður eru rannsóknir á til- raunastöðvum, og sérstaklega að rannsaka frumatriðin. Kenning Lamarcks vekur betur til nýrra. athugana en kenning Darwins, sem gerir sér hægt um vik að svara öllu nú þegar, svo ekkert verður eftir að rannsaka. Eg- mótmæli ekki aðalkenningu herra Berthelots, heldur felst algjörlega á hana. RENÉ BERTHELOT. — Eg get frá minni hálfu ekki annað en samsint nálega öllu því sem herra Houssay sagði. Það er ekki heldur óeðlilegt, því að það er að nokkru leyti i ritum hans, að eg hefi fundið kenningu Lamarcks setta fram gegn Darwin. Það sem eg hygg nýtt í tilgátu þeirri er eg hefi komið frarn með, og hvorki er hjá Cuvier né Agassiz, né fylgismönnum framþróunar- innar sem þeim eru andvígir, það er að gera greinarmun á hugmyndinni um snögga breytingu á mörgum tegundum í einu og hugmvndinni um yfirnáttúiiega breytingu, það er að játa að uppruni nýrra tegunda stafi ekki af neinni guðlegri íhlutun, og að þær þó komi snögglega fram á stuttum tímabilum, er dýraríkið og jurtaríkið í heild sinni taka gagngerðum breytingum, og koma þau tímabil eftir mjög löng tímabil, er engar verulegar tegundarbreytingar verða á. Skýring sú er herra Houssay hefir gefið oss á hvarfi dinosáranna er gagnstæð Osborns; skýring Osborns er darwinsk, skýring Houssays er í anda Lamareks, með því að hún gerir ráð fyrir beinum áhrifum náttúruaflanna en ekki baráttu tegundanna hverrar við aðra. En vert 11*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.