Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 68

Skírnir - 01.04.1907, Side 68
164 Darwinskenning og framþróunarkenning. er að gæta þess, að hér virðist fara saman hugmynd um bein áhrif umhverflsins og hugmyndin um byltingu. Eg skal enn skjóta nokkrum athugasemdum til herra Giards. Fyrst viðvíkjandi byltingarhugmyndinni. Eg hefi reynt að gera greinarmun á tveimur tilgátum: annars vegar þeirri er telur ekkert varanlegt nema það sé afleiðing hægfara breytinga; hins vegar þeirri er gerir ráð fyrir því að breytingar, sem verði mjög snögglega, séu líka varanlegar og að þau afbrigðin sem mest er um vert, afbrigðin sem leiða til nýrra tegunda, eigi rót sína í snöggum breyting- um; þá tilgátu mætti kalla breytingatilgátu. I hvaða merkingu viðhafið þér orðið bylting? Og hvernig sam- þýðið þér þessar tvær tilgátur? GIARD. — Það er bylting, er púpuhýðið rofnar; en hún á sér aðdraganda í mörgum smábreytingum er safn- ast hafa fyrir á æfiskeiði púpunnar og jafnvel á lirfu- skeiðinu. Það er bylting, er fellibylur verður þúsundum spörva að bana. En verði sú raunin á, eins og Bumpus heldur frain, að fuglar þeir sem fellibylurinn banar séu oft þeir hinir sömu sem fæddir eru með líkamsgöllum, þá ber að draga þá ályktun, að afleiðingar hinnar snöggu verkanar séu ekki varanlegar fyrir aðra sök en þá, að þær hafa átt sér aðdraganda í mörgum hægfara breyt- ingum. RENÉ BERTHELOT. — Þá leiddu smábreytingar er safnast fyrir til snöggrar breytingar á tiltekinni stund. Ef orðið framþróun er ekki viðhaft í þeirri merkingu er eg skilgreindi í upphafi máls míns, heldur í merkingunni hægfara og samfeld breyting, þá má svo að orði kveða, að yðar skoðun sé framþróunarskoðun og byltingaskoðun í senn. Hún er þá ekki framar skoðun Darwins; eftir hans skoðun aukast smábreytingarnar hver við aðra í sama skilningi og eins konar stærðfræðilegar einirigar, og draga, þegar til lengdar lætur, til stórbreytingar. Eg tók það líka fram, að jafnframt tilgátu þeirri er þér verjið, má nú á tímum hjá sumum líffræðingum finna skoðun á uppruna tegundanna, sem eingöngu heldur byltingum fram

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.