Skírnir - 01.04.1907, Side 70
66
Darwinskenning og framþróunarkenning.
þessari merking'u, má eg minna á það, hvernig herra
Giard rétt áðan skýrði aldauða dinösára?nna.
RAUH. — Mér virðist hingað til einkum hafa verið
rætt um það, hve mikils samfeldar breytingar og hve
mikils ósamfeldar breytingar mættu sín um framþróun
lifandi vera. Það er ekki eina úrlausnarefnið, né aðal-
úrlausnarefnið. Það sem á ríður er að vita hver er orsök
framþróunarinnar. En um þa-ð efni virðast mér nú vera
þrjár tilgátur, er líffræðingarnir verja. Ein tilgátan er
darwinsk; samkvæmt henni er alt sem viðiielzt með teg-
und hverri gagnlegt henni; hver sú tegund sem viðhelzt
er sterkari en tegund sem horfið hefir; staðhæfingin, sem
fólgin er i slíkri tilgátu, væri þá sú, að hinar lifandi teg-
undir stefni að því að taka framförum, eða að minsta
kosti að haldast við á linettinum. önnur tilgáta, er sumir
Lamnrckingar verja (t. d. Cope), er sú að hin fyrgreinda
framför stafi af meira eður minna óljósri meðvitund, sem
tegundin hafi um það hvað henni sé til góðs. Loks er
þriðja tilgátan, sú er sumir Ný-Lamarckingar halda fram,
að orsakir framþróunar séu tvenns konar, annars vegar
eðlis-efi:alegar orsakir, hins vegar eins konar eðlisstjórn
(direction interne) er ekki fer eftir því hvnð tegundinni
er gagnlegt, en er að eins formbundin (t. d. bundin við
eins konar formsamræmi) og er það kallað lögfylgi
(orthogénése). Sem fulltrúa þessarar kenningar má eg
nefna Eimer; eg hefi lesið eftir liann mestalla bókina um
1 ö g f y 1 g i f i ð r i 1 d a n n a (D i e 0 r t h o g e n e s i s
der Schmetterlinge). Eimer sýnir t. d. fram á að
dulgerfisfyrirbrigðunum, sem talin eru tegundinni gagnleg,
er á sumum dýrum svo háttað, að þau dyljast óvinunum,
en að liins vegar margt hvert form, sem talið er dulgerfis-
form, er blátt áfram ein af mörgum reglubundnum mynd-
um, er dýrin taka á sig, svo að dulargerfið viiðist þar
-tilviljun ein. Skoðun Eimers er því hlutlaus, og gagnstæð
hinni bjartsýnu skoðun á náttúrunni, sem Darwin fylgir.
Hins vegar játar Eimer að náttúruvalið sé aukaatriði sem
megi sín nokkurs um franþróunina, að lögun eða líffæri