Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 79

Skírnir - 01.04.1907, Side 79
Barnsmæður. 175- nauðsynJega liafi í för með sér, þangað til barnið sé 10 ára gainalt. Ekki lítur út fyrir að allir barnsfeður haíi int gjöld sin góðfúslega af hendi, því 1790 kemur tilskipun um, að- feður þeir, er skirrist við að gjalda meðlag með börnum sínum, skuli settir til vinnu í betrunar- eða typtunarliúsi. — Nú mætti ætla að vel væri búið um hnútana, því að fæstir mundu girnast tugthúsvistina; en af tilskipun Krist- jáns konungs VII. fjórum árum siðar sést, að barnsfeðurnir hafa fundið upp á nýrri aðferð til að reyna að losna við gjöld sín,. nfl, að látast vilja sjálfir taka við börnunum og ala önn fyrir þeim, neita ella að skifta sér nokkuð af þeim. Til að koma í veg fyrir þetta bragð samvizku- lausra feðra, skipar því Kristján VII. svo fyrir, að m ó ð- irinskulihafarétttilaðhafa barnið hjá sér og ala það upp, og yfirvaldið skuli hjálpa henni til að fá af eigum föðursins, launum eða tekjum, meðlag það, er hann er skyldur til að láta af hendi. Þessi tilskipun er einkar þýðingarmikil bæði fyrir móðurina og barnið, að því leyti, að hún gefur þeim 1 a g a- legan rétt til að vera saman. Má og með meiri sanni segja um móður og barn, en um flest annað, að »það sem guð hefir samtengt,, á maðurinn ekki aðskilja«. — Sagan segir um Þorgils Orrabeinsfóstra Þórðarson, að hann var »harðgerr ok skjótráðr, gegn ok öruggr, örðigr ok allra manna bezt vígr, ok hinn traustasti í öllum mannraunum«, en þó fór honum svo, að hann vildi eigi laust láta lik Þorfinns sonar síns, er hann hafði lagt á brjóst í óbygð- um á Grænlandi, fyr en hann var brögðum beittur, og hafði hvorki mat né svefn í fjögur dægur eftir dauða hans. En ef harðgeðja karlmönnum getur farið svo, þá er eigi furða þótt tilfinningaríkum konum falli illa að- skiljast frá börnum sínum, ef eigi er brýn nauðsyn til. Þó er ekkert algengara en það, að aðskilja móður og' barn, ef móðirin er ekki svo efnum búin að hún sé engr- ar hjálpar þurfi. Ég veit að allir kannast við ómaga-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.