Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 80

Skírnir - 01.04.1907, Side 80
176 Barnsmæður. uppboðin heima. Barnið er boðið upp, og- afhent lægst- bjóðanda; — móðirin í öðru boði, og afhent hæstbjóðanda. Tilskipanir þær er nú hafa verið taldar munu hafa verið látnar nægja til 1890. Þá komu lög frá Alþingi um meðgjöf óskilgetinna barna, og eru þau að ýmsu leyti stórt stig í áttina til mannúðar og réttlætis. Helztu ný- mæli laga þessara eru þau: 1) Að móðir óskilgetins barns eigi heimtingu á, að föður barnsins verði gjört að skyldu að greiða að minsta, kosti helming þess kostnaðar, er af barnsförunum leiði fyrir hana. 2) Að meðlag skuli greiða úr dánarbúi barnsföður, þangað til óskilgetið barn er 14—16 ára. 3) Að móðirin geti fengið meðlag föðursins greitt af vistarsveit hans, ef hann borgar eigi góðfúslega; skuli það talinn sveitarstyrkur til föðurins. Að vísu er þetta eigi alt saman nýmæii. Eins og bent hefir verið á er til gamalt ákvæði í Jónsbók, sem gjörði föðurnum að skyldu að borga allan þann kostnað, •er af barnsförunum leiddi fyrir fátæka stúlku. En á elztu Jónsbókartímum var »sveitin« heldur ekki sá bakhjallur, sem hún nú er. Þá var þeim vísað á verðgang, er eigi gátu sjálfir unnið sér brauð, ef þeir áttu ekki efnaða ætt- ingja, er gætu séð þeim farborða Nú er öldin önnur. Mannúðin hefir þroskast á Islandi seinustu aldirnar. I stað þess að reka fátæklingana á verðgang tekur »sveitin« þá nú að sér, sér þeim fyrir húsnæði, fæði og klæðum, og er slíkt, góðra gjalda vert. En ég fæ ekki betur séð, en að lögin leggi sveitinni stundum óþarfa byrðar á herð- ar. Það mun vera alltítt, að ógiftar mæður verða sveit- inni til byrðar, ef þær eiga eitt eða fleiri börn, en faðir barnanna þó svo efnum búinn, að hann ásamt móðurinni gæti staðið straum af uppeldi þeirra, ef kostnaðinum væri jafnað niður á þau eftir efnum og ástæðum — eftir því sem þau hafa handmegin, ef þau ekki hafa fjárafla. Eins og nú er ástatt, mun sveitin oft verða að borga þann helming barnsfararkostnaðarins, er lögin leggja móðurinni

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.