Skírnir - 01.04.1907, Side 85
Verndun fagurra staða og merkra náttúrumenja.
181
Almannagjá með vegagerð — og það þeim hluta hennar,
sem jafnframt var sögustaður —, Geysir seldur Englend-
ingi, Strokkur stíflaður og skógar höggnir niður. Þetta
hefir raunar af ýmsum ástæðum mælst mjög illa fyrir
sem betur fer, en vér getum þó jafnan átt á hættu, að
þessari ósvinnu haldi áfram. Einkum má búast við að
erlendir auðmenn og brallarar reyni að komast yfir foss-
ana, en að selja þá útlendingum væri oss þjóðarskömm
og gæti valdið oss stórtjóni bæði í hagsmunalegu og öðru
tiiliti. Þess vegna er nauðsynlegt að menn hafi vakandi
áhuga á að vernda þessa merkisstaði og náttúrugersemar
landsins frá eyðileggingu og viösjárverði afhendingu. —
En hvernig eigurn vér að fara að ?
Athugum hvað menn gjöra erlendis í þessum efnum.
Þar er áhuginn á þeim vakandi víða, bæði hér i Norður-
álfunni og í Norður-Ameríku. Árið 1894 var stofnað fé-
lag eitt á Englandi, sem heitir »I'he National Trust for
Places of Historic Interest and Natural Beauty« (þ. e.
Þjóðarsambandið til verndunar sögustöðum og náttúru-
fögrum stöðum); hefir það komið miklu til leiðar þar í
landi. Á Frakklandi, þar sem menn hafa opið auga fyr-
ir fegurð allri, hvort heldur er í iðnaði, listum eða lands-
lagi, var árið 1901 stofnað félag, sem heitir »La Société
pour la Protection des Paysages« (þ. e. Félagið til vernd-
unar iandslagi). Munu nú vera komin út lög (viðauki
við fornmenjalögin) til verndunar fögrum náttúrustöðum
þar i landi. Á Bæverjalandi hefii' stjórnin fyrir nokkrum
árum gjört ráðstafanir til verndunar náttúrufegurð og sér-
staklega tekið tillit til fagurra trjáa og kletta. I forn-
menjalögum ríkisins Hesse Darmstadt á Þýzkalandi frá
árinu 1902, sem eru einna bezt og ítarlegust fornmenjalög
í beimi, eru i 6. kap., 33.—36. gr., ákvæði um verndun
fagurra staða og fleira í náttúrunni, sem markvert er fyr-
ir sakir fegurðar, einkennilegs eðlis eða ásigkomulags.
Kalla Þjóðverjar alt þess háttar »Naturdenkmáler«, þ. e.
náttúrumenjar. — Englendingar og Frakltar hafa orðið
»monument« einnig um þess konar menjar. — I Norður-