Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 92

Skírnir - 01.04.1907, Page 92
188 Hitt og þet.ta. Þau fáu ár, 3 til 4, á öllu þessu árabili, setn jörð var albyrgð af þoku á Pálsmessu, vóru útmánuðir harðir og vorin köld. Mest kvað að því 2 árin. II. »Ef í heiði sólin sést (sezt) á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vrenta máttu mest maður upp frá þessu.« Sól hefir mörgum sinnum sóst í heiði á kyndilmessu, en reynslan, á téðu árabili, hefir ekki s/nt að mark sé á því takandr Réttara mun vera að segja: »sólin sezt« í staðinn fyrir »sólin sóst.« En um sólsetrið á kyndilmessu er ekki nákvæm sk/rsla fyrir hendi. III. »Ef hún Góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun Harpa, hennar jóð, herða veðráttuna.« Þau árin, 6 að tölu, á þessu árabili, sexn Góan var einmuna góð, stundum greri jörð, þá rrettist þetta þannig, að tíðarfarið breyttist altaf til hins verra í næstu mánuðunum (Einmánuði og Hörpu) en þó einkum 3 árin í alvarleg harðindi. IV. »Hvít jól rauðir páskar.« »Rauð jól hvítir páskar.« Oft hefir þetta ekki ræzt á árabilinu, en þó samt nál. lielm- ingi oftar en út af því hafi brugðið. Sigliv. Árnason.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.