Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 26

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 26
26 Siðspeki Epiktets. bíður hólragöngudagsins með óþreyju, eins á hinn spaki maður að fagna baráttu þeirri, er hann heyir á orustuvelli lífsins í viðurvist guðanna«. — Og fyrirmynd spaka manns- ins er Herakles, hetjan göfuga: »Eins og hann studdist við kylfu sína, getur hinn spaki maður stuðst við olíuvið- arprikið sitt, undið skikkju sinni um öxl sér eins og Her- akles ljónshúðinni og beðið mannraunanna rólegur, — ekki fyrir það, að hann sé líkamlega ósigrandi, heldur fyrir hitt, að enginn getur sigrað andlegt þrek hans«. — Og hann á ekki einungis að bíða mannraunanna, heldur að leita þær uppi. Því að — hvað hefði orðið úr Herakles án þrauta þeirra, án óvætta þeirra, er hann sigraðist á? Varð ekki óréttlætið og ilskan í heiminum honum til frægðar og sig- urs? — Ef hann hefði ekki haft neitt að berjast við, hefði sigurinn orðið æðismár — »þá mundi hann hafa sveipað sig í feld sinn og sofnað«. — Maðurinn, sem er sonur guðs eins og Herakles, á að verða að guði eins og hann varð með þvi að berjast fyrir þvi, sem gott er. Því að — tilgangur þjáninganna er að bæta úr þeim, tilgangurinn með því, sem ilt er, að snúa því til góðs. Eins og guð er uppspretta. þess, sem gott er, þannig er hinn góði maður »lifandi sönnun« um forsjón guðs, hann er »vitni« hans og »vinur«, og guð hefir bein- línis sent hann mönnunum til hjálpræðis. En styrkur hans er vizka hans og viljafesta: — »Sjá Hermesar-stafinn! Snertu, segir hann, við því sem þú vilt og það mun verða að gulli. Og þó ekki; — en kom þú með hvað sem þú vilt, segir hinn spaki maður, og eg mun snúa því til góðs Kom þú með fátæktina, kom þú með þjáningarnar, kom með dauðann. — Þökk sé Hermesarstafnum, þetta verður oss alt til góðs«. Því, eins og Seneca sagði, goðin eru hvorki vond né öfundsjúk, heldur veita þau oss viðtöku og rétta þeim höndina, sem klífa upp til þeirra. Alt, bæði guðir og menn, er ein félagsheild, þar sem velvild og ást á að ríkja; en hinn spaki er einmitt send- nr mönnunum til þess að kenna þeim þetta. Því segir Epiktet: — »Mannkynið er fjölskylda hins spaka, karl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.