Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 41

Skírnir - 01.01.1910, Blaðsíða 41
Góður fengur. 41 gaman af veiðunum. Þegar Jón kom heim á hlaðið, stóð Björg fyrir utan bæjardyrnar. »Þú ert eitthvað hægfara í dag; eg þurfti að tala við þig svolítið«. »Kemst þótt seinna fari; það er ekki eftir neinu að flýta sér«. Jón stappaði af sér, en snjórinn sat fastur á sokkunum. »Var það eitthvað sérstakt, sem þú ætlaðir að segja mér?« »Já, eg þarf að biðja þig bónar« — Björg seildist inn í göngín eftir gömlum fuglsvæng — »þér þykir þaðlíklega óþarfi; eg ætlaði að biðja þig að slátra kind.« »Það var ekkert smáræði«. »Eg hefi ekki annað en mjólkursopann úr kúnni og svolitla ögn af hörðum fiski í búrinu«, — Björg sópaði snjónum af fótunum á Jóni, — »og á fimtudaginn kemur er skírdagur; eitthvað verðum við að hafa til hátíðabrigðis, þó að við séum fátæk«. »Við skulum sjá hvað setur, góða mín; ekki þurfum við að borða ket á föstudaginn langa«. Jón brosti. »Það er ekki mín vegna, Jón minn, en Rúna litla hefur verið svo undarleg seinustu dagana, hún, sem er sjálfur óróinn, hefur varla litið við gullunum sínum, og hún er föl og tekin í andlitinu; eg er hrædd um að hún sé að verða veik«. »Það batnar þegar hlýnar í veðrinu«. Jón vildi eyða málinu. »Þú segir það«. Björg horfði beint framan í hann. »Eg veit að þú átt bágt með að lóga nokkurri af þessum fáu skepnum, og mér þykir heldur ekki gaman að því, en eg vil ekki hafa það á samviskunni, ef Rúna litla verð- ur veik, að það sé því að kenna, að hún fái ekki nægju sína að borða«. Jón fann að Björgu var alvara; hún bað hann sjald- an og hann var vanur að gjöra það sem hún bað hann um. »Úr því að þér er þetta svona mikið kappsmál, þá verð eg að láta það eftir þér; þú veist sjálf hvað það kostar bæði þig og mig«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.