Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 6

Skírnir - 01.04.1910, Page 6
Björnstjerne Björnson. (8. des. 1832—26. april 1910). Setzt auf meinen Leichenstein: Dieser ist ein Mensch gewesen, und das heisst ein K á m p f e r sein. Goethe. Tvisvar hefir Noregs að marki yerið við getið í menningarsögu mannkynsins, og er langt í milli: — á seinni hluta 9. aldar og á seinni hluta 19. aldar. í fyrra skiftið fóru norskir víkingar um höfin með ránum og ófriði, hjuggu strandbögg, brendu og brældu, lögðust í eyjar og annes og þóttu vogestir miklir. En er aldir runnu liðu flest af þessum víkingabælum undir lok og ógnir og athafnir vikinganna fyrntust og gleymdust alþjóð manna. I síðara skiftið báru ritsnillingar Noregs nafn þjóðar sinnar um víða veröld og unnu sér og henni þegn- rétt í hug og hjarta allra mentaðra manna. En sá er munur þeirra og víkinganna, að skáldin þóttu hvervetna góðir gestir, og eru öll líkindi til að ríki þeirra muni eigi undir lok iíða fyrst um sinn, heldur standa óbrotgjarnt öldum saman. Eigi má það undrum sæta þótt nokkur líking sé dreg- in af víkingaöldinni, er minst er á Björnstjerne B j ö r n s o n. Það er eins og herlúður gjalli í heiti hans. Og höfðingjasnið var á honum hvar sem hann fór, höfð- ingjasnið víkingaaldarinnar. Hann var að fornum sið höfðingi og skáld í senn, eins og Egill Skallagrímsson, herðabreiður og samanrekinn, hávaðasamur og óvæginn, er því var að skifta. »Sterkur eins og rándýrið, sem

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.