Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 12

Skírnir - 01.04.1910, Side 12
108 Björnstjerue Björnson. snjallari. Hélt hann svo af stað á ný suður í lönd. Samdi hann um þessar mundir hið alkunna leikrit sitt »Grjaldþrot«, er hvervetna þótti hin mesta gersemi og var leikið víðsvegar um Norðurlönd og Þýzkaland. Grædd- ist honum svo fé á því, að hann keypti stórbýlið »Aule- stad« í Gautsdal og settist þar að er hann kom úr suður- förinni. Hafði hann fyrst í hyggju að húsa þar bæ í fornum norrænum stíl, en kunningjar hans fengu hann ofan af því, enda hefði það að líkindum orðið honum ofvaxið í efnalegu tilliti. Á »Aulestad« sat hann upp frá því. Var líf hans á seinni árum eigi tilburðaríkt í ytra skilningi, en þess auðugra og fjölskrúðugra í andleg- um skilningi, og aldrei varð hljótt um nafn hans, þótt afskektur væri bústaðurinn nokkuð svo. Björnson var sístarfandi alla æfi og lét eftir sig mesta sæg af ritum i bundnu og óbundnu rnáli, í sögusniði, leik ritssniði og ljóðum. Skáldritum hans mætti ef til vilL skifta niður í 3 flokka eða tímabil. í fyrsta flokknum verða þá rit þau, er hann samdi á öndverðum árum sin- um og til þess er hann kom aftur úr suðurförinni, — sveitasögurnar og söguleikritin. Hann heldur sér þar mestmegnis við þjóðleg yrkisefni, er hcimaalinn, heima- bundinn, ef svo mætti að orði kveða. Upp frá því víkk- ar sjóndeildarhringurinn. Hann snýr sér að nútíðarlífinu og málum þeim, er efst eru á dagskrá bæði heima fyrir og annarstaðar. At' þeim ritum hans má telja En Fallit, Redaktören, Kongen, Magnhild, Kaptejn Mansana, Det ny System og Leonarda. I síðasta fiokknum eru viðfangs- efnin enn stærri, dýpri, alþjóðlegri. Þá ritar hann Det fiager, Pá Guds Veje, Nye Fortællinger, En Hanske, Over Evne I—II, Paul Lange og Tora Parsbjerg o. s. frv. Þetta er auðugasta og tilkomumesta tímabilið, þá ber sniidargáfa hans dýrðlegasta ávexti. Því hefir verið haldið fram, að öll skáld hefðu það á valdi sinu að rita að minsta kosti eina góða sögu á æfinni, — sína eigin sögu. öll eða allflest skáldrit Björn- sons eru góð, og stafar það ef til vill af því, að hann

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.