Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 17

Skírnir - 01.04.1910, Page 17
Björnstjerne Björnson. 113 þúsundum saman til að hlýða á hann. Og þegar hann var einu sinni kominn í ræðustólinn var eigi að því að spyrja, að hann hafði áheyrendurna á valdi sínu, svo mikill töframáttur og seiðmagn fylgdi orðum hans. Þeg- ar hann hvesti augun og brýndi röddina, sló dauðaþögn á mannþyrpinguna, og múgurinn hlýddi heillaður og hug- fanginn á ræðu hans, og er hann hafði lokið máli sínu kváðu við fagnaðarópin og ætluðu aldrei enda að taka. Bar margt til þess og þó einkum tvent. Hann var hvort- tveggja í senn skáldsnillingur og leiksnillingur með af- brigðum. Ræðan flaut af vörum hans »sætari en hunang«, hugsanirnar klæddust ósjálfrátt fö_rum búningi, og lát- bragð hans alt, hreiaiUiinn, áherzlan og litbrigðin á rödd- inni hjálpuðust að til að ryðja orðum hans og áhrifum veg inn í hug og hjarta lýðsins. Það munaði því um hann þar sem hann lagðist á sveifina, og var eigi að undra þótt sjálfstæðismönnum í Noregi yxi fylgi við slík- an merkisbera, enda réði hann oftar en einu sinni mestu um úrslit kosninga í Noregi, svo sem áður er á vikið. Og þótt hann í orði kveðnu kæmi hvergi nærri, er stór- tíðindin gerðust þar heima fyrir 1905, sambandsslitin, — hann var þá á ferð suður í löndum —, má samt óhætt fullyrða, að fáir menn að öllu samanlögðu hafi lagt meira til þeirra úrslita en hann. Hitt er og víst, að mótstöðu- menn sjálfstæðisstefnunnar í Noregi töldu hann jafnan einn hinn skæðasta fjandmann sinn og beindu að honum hvössustu skeytunum, og þeim á stundum hertum í eitri persónulegrar óvildar. Við bar það og, að flokksmenn hans snerust í móti honum er hann á stundum brauzt undan flokksaganum og lagði víkingasnekkju sinni um þvera flotafylkingu. Gerðist honum þá allóvært heima fyrir, en aldrei kom honum þó til hugar að hlaupa úr landi og taka sér bólfestu erlendis, eins og Ibsen og fleiri samlandar hans gerðu. í kring um 1880 átti hann í meira lagi brösótt heima fyrir’ og gaus þá upp sá kvittur í þýzkum blöðum, að hann væri orðinn þrevttur á rifrild- inu og gauraganginum heima og ætlaði að setjast að í 8

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.