Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 20

Skírnir - 01.04.1910, Side 20
116 Björnstjerne Björnson. um hann, enda heflr honum aldrei tekist betur upp í kveðskap sínum en í háskólaóðnum undurfagra og áhrifa- mikla, er hann nefnir »Ljósið«. Þau sýna, þessi tvö þjóðskáld, sína hliðina hvort á eðli þjóðar sinnar. — Enn verður oss að lokum ósjálfrátt að minnast vík- inganna fornu, er þjóðskáld Norðmanna eiga í hlut. Þar er meiri líking í milli en margur hyggur. Víkingarnir voru að sönnu ránsmenn og yflrgangsseggir, en þeir voru um leið annað og meira. Þeir vor menningarfröm n ð i r sinnar aldar, víkingaaldarinnar. Þeir ruddu nor- rænni þjóðmenningu braut, sýndu það og sönnuðu, að Norðurlandaþjóðirnar áttu sérstaka siðmenningu. Slíkt hið sama hefir á 19. öldinni verið hlutverk þjóðskáldanna norsku. Þeir Ibsen og Björnson hafa knúð stórþjóðirnar til að rýma sæti fyrir norsku þjóðinni á bekk með sér. I bréfi til frakkneska skáldsins nafntogaða, Emile Zola, fórust Björnson einu sinni orð á þá leið, að skáldin ættu að standa í sama hlutfalli við rit sín eins og bankarnir við seðla þá, er þeir gæfu út; gullforði lægi til trygging- ar í kjallaranum. Þetta er vel hugsað og fagurlega mælt, og mætti vel heimfæra það til skáldanna norsku. Það gat engum dulist, að sú þjóð, er sendi slík verðbréf á alheimsmarkaðinn, átti í sannleika nægan gullforða í kjallaranum. Og þetta mun ef til vill ekki hafa átt minstan þáttinn í að ýta undir viðurkenningu stórþjóð- anna, er Norðmenn lýstu yflr sjálfstæði sínu 1905. Þeir gerðu í raun og veru eigi annað en að setjast í sæti það, er skáldmæringarnir Ibsen og Björnson með aðstoð fleiri góðra drengja og göfugra höfðu fyririrbúið þeim á hinum æðra bekk við hlið menningarþjóðanna. Jón Jónsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.