Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 26

Skírnir - 01.04.1910, Page 26
122 Daði Níeis&on „fróði;‘. ■en þó mér allerfiðu frásögnum. Hef eg hér svo endir þeirra og þakki nú hver sem vert þykir*1). Þessi niðurlagsorð sýna það, að Daði var óvenju samvizkusamur söguritari og vandur að heimildum, en það hefir einna helzt þótt á bresta hjá ýmsum af alþýðu- rithöfundum vorum. Og víst ber annállinn sjálfur þess ijósastan vottinn, að Daði hefir safnað til hans af hinni mestu kostgæfni og samvizkusemi, þótt hann ætti erfitt aðstöðu. Sýnir það og dómgreind hans, að hann vildi heldur hætta við ritið, en byggja það á óáreiðanlegum heimildum. Þar er annálinn þrýtur taka við T i ð a v í s u r Daða, og ná þær yfir árin 1835—41 og brot (90 er.) yfir árið 1842. En tíðavísur eru, svo sem kunnugt er, eins konar annáll eða fréttainntak hvers árs í ljóðum, án þess þó að jafn- aði að tilgreina aðrar fréttir en þær, er landsfleygar voru, t. d. tiðarfar, mannalát og slysfarir o s. frv. Eftir að Daði var hættur við annál sinn, tók hann að færast meira í fang. Hugkvæmdist lionum að taka saman prestasögur Skálholtsstiftis frá siðaskiftunum og fram á hans dag. Lengi var haun þó hikandi í þessu efni, sem von var, því hér var eigi lítið í ráðist af um- komulitlum almúgamanni. Hefir hann sjálfur í formála fyrir prestasögunum skýrt frá atvikum og aðdraganda þess, að hann færðist þetta í fang. En þau voru tildrög- in, er nú skal greina. Vorið 1830 sá hann aðkomandi vestra prófasta- og sóknarprestatal í Skálholtsstifti frá því um siðaskiftin eft- ir Hannes biskup Finnsson, og er það prentað í 11. bindi af ritum Lærdómslistafélagsins. Honum vanst þá eigi tóm til að lesa neitt í því að kalla, en þessi munnsmekk- ur var þó nægur til þess, að vekja hjá honum sterka ‘) Niðurlagsorð þessi eru dags. Yíðidalsá i Steingrímsfirði 1. nóv. 1836. Annálshandritið sjálft var í eigu Hallgr. biskups Sveinssonar, bróðursonar Daða, og hefi eg bvergi séð það annarstaðar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.