Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 38

Skírnir - 01.04.1910, Page 38
134 Daði Nielsson „fróði“. Og enn fremur kveður hann: Eg af margskyns mæðu blaki mersli langsamt ber. í>að er meir en tárum taki titt sem þjakar mér. A síðustu árum sínum fór hann oft í bókasölusendiferðir um sveitir nvrðra, og mun hann bæði þá og endranær hafa notið gáfna sinna og fróðleiks hjá góðum mönnum, því víst átti hann jafnan athvarf hjá merkustu mönn- um nyrðra og var jafnvel í góðum kunnleikum við þá og bréfaviðskiftum. Mætti þar helzt til nefna þá síra Björn Hjálmarsson í Tröllatungu, síra Jón Konráðsson á Mælifelli og síra Benedikt Vigfússon á Hólum o. fl. Var hann oft hjá þeim langvistum og léðu þeir honum bækur og leiðbeindu á ýmsa lund. En hann varð þeim oft að fullu liði aftur á móti. Þannig gaf hann Jóni prófasti Konráðssyni margar leiðbeiningar og upplýsingar, er síra Jón starfaði að prestasögum sínum í Hólastifti. Má að fullu marka það af bréfum þeim, er fóru á milli Daða og þessara manna og annara fleiri, að þeir hafa kunnað að meta fróðleik hans og gáfur og leituðu óspart til hans um upplýsingar. Til sannindamerkis skal hér tilgreindur kafli úr bréfi frá síra Jóni Yngvaldssyni á Húsavík til Daða, dags. 30. apr. 1856, svo látandi: »Undir eins og eg þakka yður alúðlegast skemtilegt og fræðandi samtal á dögunum, sem var mér sú ánægjulegasta stund er hefi lengi lifað, er eg nú enn fremur kominn til að njóta enn meira góðs og gagnlegs gamans af fróðleik yðar, eftir sem þér voruð svo góður að leyfa og bjóða mér seinast, sem sé að leita hjá yður upplýsingar um aldur en einkum um embættisaldur ýmsra presta, or orðið hafa jubilkennend- ur — —U). En þess raá geta, að síra Jón Yngvaldsson var sjálfur fróðleiks- og greindarmaður og kunni góð skil slíkra hluta. Það var og haft eftir Benedikt prófasti á Hólum, er hann spurði lát Daða, að meira saknaði hann ‘) Bréf síra Jóns liggur aftan við frumrit Daða af prestasögunum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.