Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 44

Skírnir - 01.04.1910, Side 44
140 Um Glámu. sem aldrei þiðna, en stundum losna í sundur á ýmsan veg, þegar gott er árferði, eins og sumir smájöklarnir á Norð- urlandi. Það getur verið álitamál hvort á að kalla Glámu jökul eða ekki, þótt slíkar stórfannir víðast á land- inu séu kallaðar jöklar, og lækir sem frá þeim renna stundum Jökulár (t. d. í Dyrfjöllum eystra). Hjarnskaflar af þessu tægi eru altaf í jarðfræðinni taldir með jöklum, hvort sem á þeim eru skriðjökulsmyndanir eða eigi. St. St. segir: »Upp fyrir jökulmörk nær hún ekki« — það er líklega rétt, en svo bætir hann við: »Samfeldur jökull er þar enginn og þá að sjálfsögðu engir breðar eða skrið- jöklar«. Þetta er skakt ályktað, því skriðjöklar ganga oft út úr einstökum jökulfönnum, sem liggja í hvilftum langt fyrir neðan eiginleg jökulmörk. Alþekt dæmi slíkr- ar skriðjökulsmyndunar eru norðan í Skarðsheiði, í Kalda- dal og Hornsdal, i Kerlingarfjöllum og mjög víða annars- staðar. Oskandi væri að einhver kunnugur maður vildi lýsa Glámu nákvæmlega, bæði hinu almenna og hinu einstaka, og segja frá þeim breytingum, sem orðið geta eftir ár- ferði. Lýsingar okkar Stefáns eru auðsjáanlega báðar ófullnægjandi, sem von er, þar sem hvorugur hefir rann- sakað landslagið og fannabreiðurnar í heild sinni. Þorvaldur Thoroddsen.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.