Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 5

Skírnir - 01.04.1913, Page 5
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf. 101 almennilega um mig, þegar eg sofna í síðasta sinn — þeg- ar eg dey. En þeir skulu eiga mig á fæti, ef þeir svík- jast um það. Þá skal eg ganga aftur og finna þá í fjöru. Allur þessi hugsanagangur er svo eðlilegur og sjálf- sagður, svo augljós sem frekast má verða. Og það er þá líka ótal margt, sem bendir til þess, að þessu líkt hafi mennirnir hugsað frá upphafi vega sinna. Við vitum fyrir víst, að flestar elztu þjóðir, sem sögur fara af, trúðu því, að allir hlutir hefðu sál, og trúðu á annað 1 í f. Sama er að segja um margar villiþjóðir nú á dögum. — Þær trúa að allir hlutir, kvikir og dauðir, hafi anda eða sál. I þessari eðlilegu og auðskildu barnatrú mannkynsins er nú eitt meginatriði, sem eg hefi fest hug minn við, og mér finst, satt að segja, því atriði hafi verið alt of lítill gaumur gefinn. En það er þetta: I trúnni á ann- að líf virðist mér sú hugsun hafa verið ríkust frá alda öðli, að dauðinn sé, líkt og svefninn, tvískifting manneskjunnar í tvær lifandi verur, lifandi ogstarfandi anda og lifandi, en sofandi eða mókandi 1 í k a m a. Þetta vil eg leyfa mér að kalla t v í 1 í f i s - t r ú. — Þið eruð svo vön að heyra talað um líkamann sem umgerð sálarinnar, og sagt frá því, að í dauðanum hverfi moldin til jarðarinnar, hvar hún áður var, en andinn til guðs, sem gaf hann. Þessu segist þið trúa. En sannleik- urinn er sá, að við breytum eftir alt annari trú; við lifum flest óafvitandi í mannkynsins eldgömlu trú á tvílífi mann- eskjunnar bæði fyrir og eftir dauðann. Ef eg væri eins máttugur og margir voru í fyrri tíð, þá skyldi eg nú halla mér út af augnablik og andi minn skreppa úr mér — í vasa ykkar og láta klukkurnar ykk- ar standa, svo að eg fengi tíma til að segja ykkur alt, sem eg hefi safnað að mér af sönnunum fyrir þessari stað- hæfingu minni um tvílífistrúna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.