Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Síða 28

Skírnir - 01.04.1913, Síða 28
124 Ýms atriði úr lífinu i fteykjavík fyrir 40 árum. yfir öll hús í Reykjavík, var þá verzlun um það leyti að líða undir lok. Þetta var eðlilegt; Hafnarstræti var næst sjón- um, og þarna höfðu búðirnar verið frá því bærinn bygðist. Reykjavíkurbær í eiginlegum skilningi var þá lítið annað en kvosin, með kotaþorpunum umhverfis, Grjótaþorpinu og Hlíðarhúsahverfi að vestan, og Þingholtshverfi og Skugga- hverfi að austan. öll húsin voru í miðbænum. Þó voru timburhús bygð við Vesturgötu (sem þá hét Hlíðarhúsa- stígur) vestur að Hlíðarhúsum, og við Bankastræti (sem þá hét Bakarastígur) upp að Vegamótum. Svo voru og nokkur hús neðst við Skólavörðustíg, og fram með lækn- um að austanverðu, svo sem stiftamtmannshúsið, bakaríið, latínuskólinn o. fl. I flestar búðir var gengið úr Hafnarstræti. Þó var í eina búð (Möllersbúð, síðan lengi Hótel Alexandra, nú nr. 16) gengið úr bakgarðinum, fyrst í gegnum dimman skúr og siðan inn í búðina, sem var svo dimm, að komumað- ur gat í fyrstu ekki greint neitt. Það sem nútíðarmanni myndi fyrst bregða við að sjá, var, hve afarhá búðarborð- in voru, sjálfsagt hátt á aðra alin.. Frá einokunartímun- um var meðfædd óvinátta milli kaupmanna og lands- manna. Þeir síðarnefndu álitu, að kaupmenn notuðu hvert tækifæri til að hafa af þeim fé, og töldu það því hvorki synd né lagabrot að hnupla aftur frá kaupmanninum. Af þessu hygg eg, að búðarborðin hafi verið höfð svona há upphaflega, og svona héldust þau alt fram undir 1880, þó að slíkur hugsunarháttur væri þá alment útdauður, Borðið i þeirri búð, sem eg var í, var svo hátt, að eg gat aldrei ínælt léreft við það, nema með því að standa í stiga. Það var ekki verið að lokka kaupendur að með því að auglýsa vörur í blöðunum. Þess gerðist heldur ekki þörf; allir vissu hvar hvers um sig var að leita, því búð- irnar voru ekki svo margar eða fjölskrúðugar. Það var heldur ekki verið að tæla menu inn með því að trana vörunum fram í gluggana, enda var það ekki hægt, því bæði voru þeir fáir og smáir, og svo voru á hverju kvöldi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.