Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 6
102
Um jarðarfarir, bálfarir og trána á annað lif.
En því miður, eg er ekki göldróttur. Tíminn líður.
Þolinmæði ykkar þrýtur. Og eg verð að láta mér nægja
fáein atriði, og tek þau flest úr okkar eigin sögu:
í elztu steinaldargröfum, sem fundist hafa suður í
löndum, má sjá, að vel hefir verið um líkin búið; það
hafa fundist vopn í gröfunum og ílát, sem virðast vera
matarílát. Þetta bendir ótvírætt á tvílífistrú. Síðar, á eir-
öldunum, voru líkin að vísu brend, en askan jörðuð, og
vandlega um búið, og vopn og ýmsir aðrir hlutir látnir í
gröfina. Það er eldgömul trú, að eldur hreinsi og þessi með-
ferð á öskunni sannar, að eiraldarmenn hafa litið alt öðr-
um augum á mannsösku en aðra ösku. Bálfarir héldust
langt fram á járnöld, sumstaðar fram að kristni. En þó
var það altítt orðið í heiðnum sið, að heygja dauða menn.
Þann sið höfðu elztu forfeður okkar hér á landi.
í heiðnum sið var tvílífistrúin í fullum
mætti hér á landi (874—1000) eins og aDnars-
staðar.
Kunnáttumenn — galdramenn — gátu skift sér i
tvent, þegar þeim líkaði. I Vatnsdælu segir, að Ingimund-
ur gamli keypti af 3 Finnum fyrir smjör og tin að þeir
skryppu til íslands frá Noregi og leituðu að hlutnum, sem
Finnan hafði seitt þangað. »Nú skal oss byrgja eina sam-
an í húsi, ok nefni oss engi maðr« — ok svá var gert.
Ok er liðnar voru þrjár nætr kom Ingimundr til þeirra.
Þeir risu þá upp ok vörpuðu fast öndinni ok mæltu: »Sems-
sveinum er erfitt ok mikit starf höfum vér haft«. Þeír
segja nú alla ferðasöguna. — Þetta er glögt dæmi: Andar
Finnanna fara, fara hamförum, sem kallað var, til
Islands, en líkamir þeirra liggja heima í móki, og það má
ekki kalla á þá — svo að þeir vakni ekki, svo að and-
arnir þurfi ekki að hverfa aftur frá hálfunnu verki. Þið
sjáið að hamfaratrúin er lifandi eftirmynd þess vanaíega
svefns, en hamför var það kallað, af því að andinn átti
að geta brugðið sér í ýms líki, t. d. dýrslíki, og mætti
nefna mörg dæmi til þess.