Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 48
Nútíma hugmyndir um barnseðlið.
John Ruskin benti eitt sinn á, hve mannkyninu væru
mislagðar hendur í framförunum. Með hverju ári sem liði
kynnu menn hetur að hreinsa stál og vefa voðir; hvers
konar verklegri kunnáttu miðaði áfram með risafetum. En
heiminum hefði sáralítið miðað áfram nú um nokkur
hundruð ár í þeirri vandasömu list að ala upp menn.
Þessu er svo varið, að maðurinn hefir uáð valdi yfir
náttúruöflunum og náttúrunni kringum sig, en ekki að
sama skapi getað sigrað sjálfan sig. Maðurinn heflr þreif-
að fyrir sér bæði út á við og inn á við, reynt að fræðast
um lög heims og hugar. En með árangurinn hefir skift
í tvö horn, eftir því, hve léttráðnar voru gátur tilverunn-
ar. I dauðu náttúrunni voru grundvallarlögin auðfundn-
ust og augljósust. Þau urðu fyrsta herfang mannsandans
í þessari leit; og á sannindum þeirra byggjast nær allar
verklegar framfarir.
Nokkru torfengnari varð þekkingin um eðli lifandi
líkama. Þess vegna er t. d. líffræðin (og læknisfræðin)
yngri fræðigrein en efnafræði og eðlisfræði. En langerfið-
ast viðfangsefni reynist andi mannsins. Bergtegundir,
málma og lifandi líkami mátti hafa handa milli, sundra
þeim, mæla þá og vega og kynnast þannig eðli þeirra.
En andinn var ósýnilegur, ómælanlegur, óveganlegur. Þó
starfaði hann, var alstaðar nálægur, þar sem lífsmark
var; en hans varð ekki vart nema af verkunum, af spor-
unum á sandinum við »tímans sjá«.
Þessi spor hafa menn nú rannsakað langalengi, án
þess að hafa fengið ýkjamikið að vita um þann mátt, sem