Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 10

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 10
106 (Jm jarðarfarir, bálfarir og trána k annað lif. og þó er hann ekki meinlaus eins og stokkur efta staur, síður en svo; það leynist máttugur lífskraftur í honum. Þess vegna fer kappinn Egill aftan að honum til að veita honum nábjargirnar, þorir ekki að horfast í augu við hann. I þá tíð höfðu máttarmenn og kunnáttumenn kyngi- kraft í augum, »öndótt augu« (Þrimskviða), »hvöss augu« (Helga kviða Hundingsbana), svo að ekkert stóðst sjónir þeirra. »Sundr stökk súla fyr sjón jötuns«, segir í Hým- iskviðu. Gunnhildur kongamóðir ólst upp hjá Finnum tveim, segir Snorri Sturluson; þeir vildu báðir eiga hana. Þeir voru svo göldróttir, segir í Heimskringlu, að »ef þeir verða reiðir, þá snýsk jörð um fyrir sjónum þeira, en ef nökkut kvikt verðr fyrir sjónum þeira, þá fellr dautt niðr«. Hún kom þeim fyrir á þann hátt, að hún steypti selbelgjum yfir höfuð þeim í svefni og batt sterklega fyrir neðan hendurnar, kallaði síðan menn til og lét vinna á þeim. Þessi trú og þessi siður, að draga belg á höfuð galdramönnum, áður en unnið var á þeim, hélzt langt fram á aldir. í Danmörku hafa menn til skamms tíma trúað á ilt augnaráð, »glámsaugu« (»Onde öjne«). Hér á landi mun þessi þjóðtrú vera aldauða. Hún náði til dauðra manna; það er ein ljósasta sönnunin fyrir tvílífistrúnni, að menn, eins og Egill, óttuðust augun, þó andinn væri far- inn úr líkamanum, og aldrei meir en þá. Þess vegna var augunum lokað, og er það eldgamall manna siður. En munni og nösum var líka lokað — hvers vegna? Jii, þar fór andinn út — og þar gat hann, eða einhver annar andi, skotist inn aftur — og gert vont verra; því varð að loka þeim dyrum. En hvers vegna braut Egill gat á vegginn og bar Skallagrím þar út? Af því að trúin var sú, að gengi maðurinn aftur, þá ætti hann ekki annars staðar inngengt, en þar sem hann var út borinn. Það var þvi óvarlegt að bera hann út um dyr hússins; þetta var ráðið — að loka vandlega á eftir honum. Þessi trú hélzt annarstað- ar á Norðurlöndum langt fram yfir siðabót. Eg veit ekki hvað hún hefir haldist lengi hér á landi. Skallagrímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.