Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 65
Nútíma hugmyndir um harnseðlið.
161
8 á r a. Les kafla og man úr honum tvö atriði. Tel-
ur og leggur saman verðgildi þriggja íimmeyringa og
þriggja tíeyringa. Nefnir fjóra liti. Telur aftur á bak
frá 20 til 0. Ber saman tvo hluti í endurminningunni.
Skrifar nokkrar setningar eftir upplestri.
9. á r a. Nefnir rétt mánaðar-, vikudag og áratal.
Kann dagatalið. Les kafia og man úr sex atriði. Telur
upp allar peningategundir neðan við krónu. Raðar fimm
öskjum eftir þyngd.
10 ára. Nefnir mánuðina. Þekkir níu peninga-
tegundir. (ierir tvær setningar utan um tvö ákveðin orð.
Svarar sjö skynsemisspurningum.
12 á r a. Leiðréttir málsgrein með mótsögnum. Ger-
ir setningu um þrjú ákveðin orð. Finnur meir en sextán
orð á þremur mínútum.
Út8kýrir fáein hugræn orð. Fær meiningu í setn-
ingu, sem atkvæði vanta í.
15 á r a. Endurtekur sjö tölustafi. Finnur þrjú orð,
sem ríma við ákveðið orð. Endurtekur setningu tuttugu
og sex atkvæða. Útskýrir mynd. Leysir sálarfræðislegt
dæmi.
Meðan börnin eru ung er feimnin til hindrunar allri
prófun. Vegna þess verður margoft að endurtaka tilraun-
irnar til að vera viss um, að hvert barn njóti sín. Dæmi
þau sem hér eru sýnd eru vitaskuld ekki óbreytanleg,
heldur sýnishorn, sem hafa má til hliðsjónar við að
velja önnur dæmí. En þau eiga að reyna á sem flestar
hliðar hinnar vaknandi skynsemi. Til að muna rétt og
blanda ekki saman þremur erindum, sem barninu eru fal-
in í einu, þarf töluverða f e s t u. Til að lesa og segja
rétt frá efninu þarf meira en lestrarkunnáttu. Það þarf
skilning. Gefum þrjú sundurlaus orð, t. d. H e k 1 a,
gæfa, lækur. Þannig eru þau hvort öðru óviðkom-
andi, en séu þau tengd saman, bætt í orðum inn á milli
þeirra svo að vit verði í setningunni, kemur þar fram
hugvit eða myndunargáfa. Dómgreind eða vönt-
un dómgreindar kemur að vísu fram í því, hvernig svör-
11