Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 16

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 16
112 Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. Lík látinna manna eru óhrein, sögðu kaþólskir prest- ar, satt og rétt; fáið okkur þau sem fyrst, við skulum gæta þeirra, að þeir liggi kyrrir, sofi í friði, þangað til á dóms degi, að þeir rísa upp, og þá fyrst verður líkaminn dýr- legur. Og þeir voru dyggir verðir; kirkjurnar ljómuðu af ljósum og ómuðu af söng jafnt á nótt sem degi. Líkamir helgra manna urðu þó strax dýrlegir. En þá kom Lúter og kveikti ófrið á þessu gamla kaþólska friðarheimili. Hann gerði uppreisn á móti ráðs- manninum. Lúter var postuli frelsisins, lifsgleðinnar og trúarinnar. Þið eruð börn guðs, en ekki páfans og prest- anna, guð er okkar heilagi faðir, sagði Lúter. Þið eigið að lifa eftir ykkar heilbrigðu fýsnum og tilhneigingum, aukast og margfaldast og gera ykkur jörðina undirgefna; þið eigið ekki að afneita ykkar eigin eðli, sem guð hefir skapað ykkur með, eins og munkar gera og nunnur. Góð- verkin gagna ekki og því síður bænir dáinna manna. Trúin er fyrir öllu. Trúin mun gera ykkur frjálsa. Einn skólabróðir minn, sem las guðfræði, sagði mér í fylstu al- vöru á háskólaárum okkar, að eg hlyti að fara til hel- vítis, hvað vel sem eg breytti, ef eg ekki t r y ð i, tryði á guðdóm Krists, tryði öllu, sem hann trúði. Hann var einlægur Lútersmaður. Fyrstu áhangendum Lúters fanst sem þeir losnuðu úr fangelsi; þeir hoppuðu og hlógu og sungu af fögnuði yfir frelsinu; þeir bölvuðu páfanum, brutu alla helga dóma í kirkjunum, myndir og dýrlingabein, köstuðu því út, og slöktu ljósin og lokuðu kirkjunum, nema rétt á sunnudög- um. En tvílifistrúin varð nú magnaðri en nokkru sinni fyr. Líkin eru ekki óhrein, sögðu Lútersmenn, það er pápisk lygi; sá andaði maður — lík- aminn — á að sofa, en aftur upp að rísa og komast í himnaríki, eins og sálin; hann er ekki óhreinn, hann er sofandi ástvinur okkar, sem vaknar upp aftur á efsta degi. Þessi trúarbreyting olli þeirri stórbreytingu á útfararsið- unum, að nú varð mönnum hughaldið að hafa líkið, þann sofandi ástvin, sem lengst heima hjá sér, láta hann standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.