Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 50
146 Nútíma hugmyndir um baruseðlið. anna. Getur nokkrum staðið á sama um, hvort »innlegg« þeirra í sjóð tilverunnar er í góðu lagi eða svikið ? Varla. En nú er máttur og megin hvers manns að hálfu leyti komið undir, hvernig með hann er farið á æskuárunum, hvernig hann er alinn upp. Þess vegna ættu uppeldis- málin að liggja þyngst á hjaita hverri kynslóð. Þess vegna þarf að halda á lofti hverri nýung í því efni, sem skiftir svo miklu, jafnvel þeirri nýung, sem að eins bendir í áttina inn í hið fyrirheitna land. Aðalvandinn við alt uppeldi er að þekkja eðli barns- ins og sníða því stakk eftir vexti. Ef allir menn væru eins gerðir, steyptir í sama móti andlega og líkamlega, þá væri hægra um vik. Um leið og þekt væri eðli eins ein- asta barns, mætti dæma öll önnur eftir því. Þá mætti hafa sömu aðferðir við alla, og ætla öllum sams konar viðfangsefni. Nú er þessu til allrar hamingju ekki þannig varið. Engir tveir einstaklingar eru eins. Jafnvel í líkamsstærð og lögun er munurinn svo verulegur, að menn þykjast þar þurfa að sníða hverjum manni stakk eftir vexti. Með- almannsklæðin eiga ekki algerlega við neinn, og þannig hefir smátt og smátt myndast sú skoðun, að það að ganga í »tilbúnum fötumc bæri vott um mikið smekkleysi eða mikla fátækt. En menn hafa í verkinu gleymt innri mismun ein- staklinganna, eða ekki séð hann, af því þar þurfti dýpra að grafa. Þess vegna yfirséet öllum þeim þjóðum, sem ala að miklu leyti upp börn og unglinga í skólum, í þv að láta eins og allir geti gert hið sama og lært hið sama, t. d. sá sem hefir stálminni og hinn sem varla man neitt degi lengur, eða sá sem eingöngu er hneigður fyrir bóknám og hinn sem ekki má bækur sjá, og kann bezt við að vera önnum kafinn í verklegum störfum. Sumum mönnum hefir þótt þetta ástand svo óviðun- andi, að þeir hafa hugsað sér uppeldið endurbætt þannig,. að hvert barn og unglingur fengi að þroskast algerlega eftir því sem hann væri gerður. Eins og klæðskerinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.