Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 50

Skírnir - 01.04.1913, Page 50
146 Nútíma hugmyndir um baruseðlið. anna. Getur nokkrum staðið á sama um, hvort »innlegg« þeirra í sjóð tilverunnar er í góðu lagi eða svikið ? Varla. En nú er máttur og megin hvers manns að hálfu leyti komið undir, hvernig með hann er farið á æskuárunum, hvernig hann er alinn upp. Þess vegna ættu uppeldis- málin að liggja þyngst á hjaita hverri kynslóð. Þess vegna þarf að halda á lofti hverri nýung í því efni, sem skiftir svo miklu, jafnvel þeirri nýung, sem að eins bendir í áttina inn í hið fyrirheitna land. Aðalvandinn við alt uppeldi er að þekkja eðli barns- ins og sníða því stakk eftir vexti. Ef allir menn væru eins gerðir, steyptir í sama móti andlega og líkamlega, þá væri hægra um vik. Um leið og þekt væri eðli eins ein- asta barns, mætti dæma öll önnur eftir því. Þá mætti hafa sömu aðferðir við alla, og ætla öllum sams konar viðfangsefni. Nú er þessu til allrar hamingju ekki þannig varið. Engir tveir einstaklingar eru eins. Jafnvel í líkamsstærð og lögun er munurinn svo verulegur, að menn þykjast þar þurfa að sníða hverjum manni stakk eftir vexti. Með- almannsklæðin eiga ekki algerlega við neinn, og þannig hefir smátt og smátt myndast sú skoðun, að það að ganga í »tilbúnum fötumc bæri vott um mikið smekkleysi eða mikla fátækt. En menn hafa í verkinu gleymt innri mismun ein- staklinganna, eða ekki séð hann, af því þar þurfti dýpra að grafa. Þess vegna yfirséet öllum þeim þjóðum, sem ala að miklu leyti upp börn og unglinga í skólum, í þv að láta eins og allir geti gert hið sama og lært hið sama, t. d. sá sem hefir stálminni og hinn sem varla man neitt degi lengur, eða sá sem eingöngu er hneigður fyrir bóknám og hinn sem ekki má bækur sjá, og kann bezt við að vera önnum kafinn í verklegum störfum. Sumum mönnum hefir þótt þetta ástand svo óviðun- andi, að þeir hafa hugsað sér uppeldið endurbætt þannig,. að hvert barn og unglingur fengi að þroskast algerlega eftir því sem hann væri gerður. Eins og klæðskerinn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.