Skírnir - 01.04.1913, Síða 10
106
(Jm jarðarfarir, bálfarir og trána k annað lif.
og þó er hann ekki meinlaus eins og stokkur efta staur,
síður en svo; það leynist máttugur lífskraftur í honum.
Þess vegna fer kappinn Egill aftan að honum til að veita
honum nábjargirnar, þorir ekki að horfast í augu við
hann. I þá tíð höfðu máttarmenn og kunnáttumenn kyngi-
kraft í augum, »öndótt augu« (Þrimskviða), »hvöss augu«
(Helga kviða Hundingsbana), svo að ekkert stóðst sjónir
þeirra. »Sundr stökk súla fyr sjón jötuns«, segir í Hým-
iskviðu. Gunnhildur kongamóðir ólst upp hjá Finnum
tveim, segir Snorri Sturluson; þeir vildu báðir eiga hana.
Þeir voru svo göldróttir, segir í Heimskringlu, að »ef þeir
verða reiðir, þá snýsk jörð um fyrir sjónum þeira, en ef
nökkut kvikt verðr fyrir sjónum þeira, þá fellr dautt
niðr«. Hún kom þeim fyrir á þann hátt, að hún steypti
selbelgjum yfir höfuð þeim í svefni og batt sterklega
fyrir neðan hendurnar, kallaði síðan menn til og lét vinna
á þeim. Þessi trú og þessi siður, að draga belg á höfuð
galdramönnum, áður en unnið var á þeim, hélzt langt
fram á aldir. í Danmörku hafa menn til skamms tíma
trúað á ilt augnaráð, »glámsaugu« (»Onde öjne«). Hér á
landi mun þessi þjóðtrú vera aldauða. Hún náði til dauðra
manna; það er ein ljósasta sönnunin fyrir tvílífistrúnni, að
menn, eins og Egill, óttuðust augun, þó andinn væri far-
inn úr líkamanum, og aldrei meir en þá. Þess vegna var
augunum lokað, og er það eldgamall manna siður. En
munni og nösum var líka lokað — hvers vegna? Jii,
þar fór andinn út — og þar gat hann, eða einhver annar
andi, skotist inn aftur — og gert vont verra; því varð að
loka þeim dyrum.
En hvers vegna braut Egill gat á vegginn og bar
Skallagrím þar út? Af því að trúin var sú, að gengi
maðurinn aftur, þá ætti hann ekki annars staðar inngengt,
en þar sem hann var út borinn. Það var þvi óvarlegt
að bera hann út um dyr hússins; þetta var ráðið — að
loka vandlega á eftir honum. Þessi trú hélzt annarstað-
ar á Norðurlöndum langt fram yfir siðabót. Eg veit ekki
hvað hún hefir haldist lengi hér á landi. Skallagrímur