Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 8

Skírnir - 01.04.1913, Side 8
104 Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. því nær aldrei Iieima við hús, mjög oft við alfaraveg. Ýmsir fornmenn sögðu fyrir um haugstæðið. Tungu-Odd- ur sagði. að heygja sig uppi á Skáneyjarfjalli — þaðan var víðsýnt yíir bygðina. Sumir kusu líka anda sínum bústað; Þórólfur Mostrarskegg vildi ekki fara til Heljar; hann settist að í Helgafelli, og þangað fór Þorsteinn Þorska- bítur, sonur hans (Eyrbyggja). Kráku-Hreiðar kaus að deyja í Mælifell (Landnáma). Ekki voru allir heygðir. Sumir voru lagðir í gröf — líkt og nú — með vopnum sínum, og mold og grjóti hrúg- að í haug yfir — líkt og leiðin nú eru hlaðin upp. En þeir voru lagðir í út og suður, höfuðið ýmist í út eða suð- ur i íslenzkum dysjum, segir Matthías mér Þórðarson forn- menjavörður. Nú skal eg nefna þrjú dæmi úr Islendingasögum. í Njálu segir svo: »Þeir urpu haug eftir Gunnar ok létu hann sitja upp í hauginum. Rannveig vildi eigi at atgeirinn færi í hauginn ok kvað þann einn skyldu á honum taka, er hefna vildi Gunnars«. »Þeir Skarphéðinn ok Högni váru úti eitt kveld ok váru fyrir sunnan haug Gunnars. Tunglskin var bjart, en stundum dró fyrir. Þeim sýndist haugrinn opinn, ok hafði Gunnar snúist í hauginum ok sá móti tunglinu . . . Þeir sá, at Gunnar var kátlegur ok með gleðibragði miklu. Hann kvað vísu — ok þó svá hátt, at þó mátti heyra gerla, þó at þeir væri firr«. Svo tekur Högni ofan atgeirinn um miðja nótt, og söng hátt í honum. »Rannveig spratt upp af æði mik- illi og mælti: »Hver tekr atgeirinn, þar er ek bannaði öllum með at fara?« »Ek ætla«, segir Högni, »at færa föður mínum, ok hafi hann til Valhallar ok beri þar fram á vápnaþingi«. Hér er ein sönnunin fyrir því, að menn trúðu því, að Vikingur andi gæti haft til Valhallar anda allra þeirra hluta, sem fylgdi hinum helmingnum, Víking í haug. — Gunnar i Valhöll átti ekki ráð á anda atgeirsins, meðan atgeirinn hékk inn á þili, ekki nema atgeirinn væri lagð- ur hjá hinum Gunnarnum, Gunnari í Haug. En atgeirinn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.