Skírnir - 01.04.1913, Page 20
116
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif.
djáknann á Myrká; það er líka í frásögur fært um tvo
afturgengna karlmenn, að þeir áttu börn með lifandi stúlk-
um; það voru piltbörn, báðir góðir og efnilegir og urðu
prestar, en voru báðir drepnir fyrir altarinu, er þeir hófu
hendur i fyrsta sinn til að blessa yfir fólkið — annars
hefðu kirkjurnar sokkið, segir sagan. Það er mjög kyn-
legt, að tvö fegurstu ástarkvæðin, sem ort hafa verið á
íslenzku, eru bæði um ástir dauðra manna; eg á við Helga
kviðu Hundingsbana og Sigrúnarljóð Bjarna Thorarensens.
En í þeim báðum kemur í ljós þessi sífeldi ruglingur í
tvílífistrúnni, óljós aðgreining á sálarveru og líkamsveru
mannsins eftir dauðann. Það er annars skrítileg undan-
tekning frá reglunni, að sál galdramanna á að geymast í
heilanum til dómsdags; ef hauskúpan kemur upp, sést heil-
inn kvika, og er um að gera að koma þeim haus fljótt
niður aftur. Kirkjugarðurinn var eins og lifandi undir-
heimur. Þeir, sem mest gengu aftur, fúnuðu ekki —
gamla trúin. Sá, sem fyrstur var grafinn í kirkjugarði,
fúnaði ekki; hann var kallaður »vökumaður« og tók á
móti öllum þeim, er síðar komu. Hér í Reykjavíkurkirkju-
garði er »vökukona«. Oft bar við að óvinir voru látnir sofa
nálægt hver öðrum í garðinum og fóru að rífast (»náhijóð«).
Svo var röddin dranga dimm,
að dunaði í fjallaskarði,
heyrt hef eg þá hljóða fimm
í Hólakirkjugarði,
kvað ein griðkona á Hólum í Hjaltadal. Á nýársnótt
gengu allir úr gröfum sínum; kirkjugarðurinn »reis«; allar
grafir stóðu þá opnar, allir fóru í kirkjuna og höfðu þar
messugerð.
Menn sáu að vísu að flest líkin fúnuðu; en holdið
varðaði minstu; beinin urðu eftir, og þar reið alt á, að þau
færu ekki á hrakning.
G-engið hef eg um garðinn móð,
gleðistundir dvína,
hausknpuna, heillin góð,
hvergi finn eg mína,