Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 21

Skírnir - 01.04.1913, Side 21
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf. 117 kvað kerling ein við prestskonu í svefni; kúpa kerlingar hafði komið upp úr gröf, skoppað út í garðshorn og ekki látin niður aftur. Vinnukona á prestssetri hafði einu sinni brot úr hauskúpu fyrir kolu í fjósið; bar ekki neitt á neinu fyr en á gamlárskveld; þá kom eigandinn á fjós- gluggann og kallaði: »Fáðu mér beinið mitt Gunna«. »Sæktu það þá, bölvaður«, sagði stelpan og grýtti út kúpubrotinu. Hann þurfti vitanlega að hafa beinið sitt í draugamessuna á nýársnótt. Þessi beinatrú lýsir sér eink- ar vel i orðtækinu: »Hér vil eg beinin bera«. Yms ráð kunnu menn til að varna því, að dauðir bóf- ar geugju aftur; eitt var að stinga nálum upp í iljarnar, annað að reka þrjá nagla í leiðið milli pistils og guð- spjalls, þriðja að setja höfuðið milli fótanna; en eina örugga ráðið var þó, eins og í heiðnum sið, að brenna búkinn. Þess vegna voru allir galdramenn brendir. Sálin fór til fjandans, eh það var ekki til að hugsa, að hinn parturinn tyldi í gröfinni, hann varð að drepa alveg — í eldi, svo að hann risi aldrei upp aftur að eilífu. Það var ógurleg. hegning. Nú vík eg við máli mínu. Lúter dó 1546. En á 16. öldinni voru uppi tveir aðrir menn, sem við eigum miklu meira að þakka — og þeir voru báðir kaþólskir. Kopernikus hét annar þeirra; hann dó 1520, og arfleiddi mannkynið að nægum sönnun- um fyiir því, að jörðin ér ekki miðdepill alheimsins; hún gengur kringum sólina, en ekki sólin kringum hana. Og reikistjörnurnar 5, sem við sjáum, ganga líka. kringumi sól: jörðin er reikistjarna, og tunglið gengur í kringum hana En utanyíir öllu þessu er himinfestingin með fasta- stjörnunum, veraldarskurnið ; — við því haggaði Koper- nikus ekki. Himnaríki, guðsríki, sú himneska Jerúsalem, það stóð alt óhaggað. Þess vegna er mest vert um hinn manninn, Giordano Bruno. Hann er i mínum aug- um merkasti maðurinn í veraldarsögunni. Hann umturn- aði alheiminuin; hann kollvarpaði himnaríki, reif það nið-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.