Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 22
118
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf.
ur. Það er engin himinfesting til, ekkert hvolfþak yfir
jörðinni, ekkert hnöttótt hirainskurn utan um hana, engin
himnesk Jerúsalem. Alheimsgeimurinn er o p i n n og
óendanlegur; og guð býr ekki í neinni himnahöll,
guð er óendanlegur. Þetta var kenning Giordano Bruno.
Guð er kærleikur, sagði Kristur — og svo var hann kross-
festur. Guð er óendanlegur, sagði Giordano Bruno — og
svo var hann brendur lifandi; það var árið 1600. Og
það vantar mikið á, að mannkynið sé búið að átta sig í
þessari nýju óendanlegu veröld, og venja sig við þessa
nýju hugsun um óendanlegan guð, sál þess óendanlega
alheims.
Eg veit þið afneitið djöflinum, flest af ykkur Höf-
uðpresturinn okkar, Jón biskup Vídalín (f 1720), nefndi
djöfulinn í öðruhverju orði, miklu oftar en guð, og kendi
fjandanum alt ilt, eins og þá var siður. En nú heyri eg
ekki islenzka presta nefna djöfulinn á nafn ; — þeir eru
hættir að blóta. Þetta er mikil framför, mikið í áttina.
Djöfulæðið er runnið af okkur.
En ef við segjum, að við höfum líka kastað þeirri
eldgömlu barnatrú mannkynsins á annað líf, þeiiri sem
eg kalla tvilífistrú, þá stöndum við illa að vígi, því að
útfararsiðir okkar bera órækan vott um
ómengaða tvílífistrú; það er h ú n, sem gerir
menn frábitna bálförum og veldur öllum hégómaskapnum
í útfararsiðum okkar og annara þjóða; það er h ú n, sem
veldur þvi, að menn eru enn i dag líkhræddir — hræddir
við líkin. Likhræðslan er óræk sönnun þes3, að tvílífls-
trúin er enn uppi. í fornöld var dauðum mönnum stefnt
til óhelgis sér. Arið 1882 e. Kr. var dauðum manni hér
á landi birt stefna í landaþrætumáli.
Gætið nú að; þið mætið manni á götu og spyrjið :
»Hvernig líður honum Jóni íslending?« Ykkur er svar-
að: »Og honum líður nú vel, hann er kominn til himna-
rikis«. En næst þegar »ísafold« kemur, lesið þið auglýs-
ingu, sem segir: »Hér með tilkynnist vinum og ætt-
ingjum, að jarðarför Jóns Islendings er ákveðin fimtudag-