Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 23
Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað líf.
119
inn .... frá heimili hans, Aðalstræti nr. . . Húskveðj-
an byrjar kl. llVa*- — Þarna hafið þið, hvað sem hver
segir, t v o Jónana, Jón í himnaríki og Jón á
börunum. 0g sá Jóninn er nú þveginn og greiddur
og færðui í hrein föt, stundum jafnvel í sparifötin sín, —
eg veit tvö dæmi til þess síðan eg kom hingað. Það er
búið sem bezt um hann í síðasta hvílurúminu, kistunni,
og hún höfð svo vönduð, sem efni leyfa, og stundum fær
hann sálmabókina sína með sér; á miðöldunum fengu
galdramenn galdraskruddur sínar með sér — fornhetjurn-
ar vopn sin. Síðan er kistan hans Jóns látin standa op-
in, svo að vinir geti komið og séð hann og kvatt hann í
síðasta sinn. Og þetta tekur oftast viku, stundum hálfan
mánuð. Svo er hann kvaddur hátíðlega heima með hús-
kveðju. Þar næst er hann borinn í kirkju, og likræðurn-
ar þekkið þið. Loks er honum ekið suður í kirkjugarð
og látinn síga í gröfina, og nú segir presturinn við Jón í
gröf: »Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða,
af jörðu skaltu aftur upp rísa«; og síðan er sungið yfir
honum: »Sofi hann nú hér í friðic. Nokkru síðar kem-
ur legsteinninn, og á hann er letrað: »Hér hvílir Jón
Islendingur*. Og þó er Jón íslendingur
líka í himnaríki, hjá guði. Sjáið þið nú ekki,
að þetta er ómenguð tvílífistrú — Jónarnir orðnir tveir,
annar í himnaríki og hinn í gröf. Alt er þetta enn eins
og í bernsku mannkynsins, alt eins og áður, áður en himn-
arnir hrundu, nema þetta eina, að nú sofa þeir aftur
svo vært, eins og í kaþólskum sið, þeir ganga nú
s j a 1 d am aftur úr gröfunum; en sálirnar, »svip-
ina« segjast margir verða varir við.
Að vísu er því ekki að neita, að þessi breytni við
líkin er nú mörgum um geð, bæði mér og öðrum; en
við verðum, eins og gengur, að tolla í tízkunni; hún er
harður og vægðarlaus húsbóndi. Hins vegar eru aðrir að
festast í tvílífistrúnni. Ýmsir merkir sveitabændur viljanú
ólmir fá leg fyrir líkama sina á hæsta hólnum í túninu