Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 26

Skírnir - 01.04.1913, Page 26
122 Um jarðarfarir, bálfarir og trúna á annað lif. hafnarlaust. Svo eigum við að snúa aftur og ganga hver á sinn stað í mannkynsfylkingunni og berjast, hver af sínu fremsta megni, í baráttu lífsins, í mannkynsins látlausu framþróunarbaráttu, þangað til við hnígum að velli, hver við þann orðstír, sem hann fær beztan getinn sér. Og verum ekki þau börn, að snúast á hæl, til að reisa minnisvarða úr grjóti og málmi yfir einkisnýtri ösk- unni. Reisum ástvinum okkar 1 i f a n d i minnisvarða úr góðverkum og liknargjöfum — ella alls enga. Eg segi það enn og aftur: Það er ekki til nema e i n sómasamleg, heiðarleg og vitiborin meðferð á manns- líkum, og hún er sú, að verja þau viðbjóði ýldu og rotn- unar með því að brenna þau samdægurs eða daginn eftir andlátið. Og ef þið ætlið að hugsa til þessara orða minna, þá dragið það ekki á langinn, því »ekkert er jafnvíst og það, að allir eiga að deyja, en ekkert eins óvíst og hitt, hvenær dauðann ber að höndum*.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.