Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 31
Ýms atriði nr lífinn í Reykjavík fyrir 40 árum. 127
Venjulegast keyptu menn »kvart«pela. Hálfpeli var líka
oft keyptur, og sá eg engan hika við að drekka hann út
í einu. Eigi allsjaldan sá eg menn drekka pela í einu,
og einu sinni sá eg sjómann einn renna út hálfpotti, og
man eg að mér blöskraði sú sjón. Það var mikið þarfa-
verk, þegar það var bannað að selja og gefa staup í búð-
um. Auk brennivíns var einkum selt romm, extrakt og
kirsuberjabrennivín (altaf kallað kisa). Að drekka í einu
pela eða jafnvel hálfpott af »kisu«, þótti lítið kraftaverk.
Það þótti smán að bjóða minna en í pelamáli af henni. Extrakt,
»estrass«, var líka drukkin í pelatali. Ö1 þektist þá varla á
flöskum, en var drukkkið á knæpunni úr tunnum í ölkollum.
Eins og lítið var gert til þess að lokka viðskiftamenn
inn í búðina, eins var ekki mikið haft við þá í búðinni,
þegar þeir komu til að verzla Umbúðapappir var ekki
gefinn, nema stúlkum, og það helzt þeim af heldra tæg-
inu, og utan um léreft aðallega. Umbúðir urðu menn yfir-
leitt að hafa með sér sjálfir; þó voru víðast gefnir smá-
pokar, undir rúsínur eða annað þess háttar (í minni búð
límdum við húsbóndi minn þessa poka sjálfir). Sjaldan
var gefinn tappi í flösku, heldur pappír, sem vafinn var í
stútinn. Sveitamenn þurftu þess sjaldan við, því þeir
höfðu ekki annað glas en ferðapelann, en þeir höfðu kúta,
og var spýta jafnan til reiðu, bæði til að búa um divik-
ann og aðalopið, sem annaðhvort var á öðrum botninum,
eða á miðri bumbunni.
í búðunum var þá verzlað með alla skapaða hluti
milli himins og jarðar. Þá voru engar sérverzlanir. Þó
var ekki mikið að gera daglega, nema vissa tíma árs: í
þorrakomu, þegar vermenn komu að úr öllum áttum,
í lokin — þá var venjulega mikið »fyllirí« og ólæti —
um Jónsmessuleyti, um lestirnar — sem stóðu hæst frá
5.—15. júlí — og um réttaleytið á haustin. Þessa á milli
var lítið að gera. í þeim tómstundum höfðu þá búðar-
sveinar (þá var stúlka hvergi i búð) ýmsan starfa til þess
að gera afgreiðsluna fljótari, þegar ös var, svo sem vigta
af hellulit í pund, og tilsvarandi af vitriol og blásteini,