Skírnir - 01.04.1913, Blaðsíða 43
Ýms atriði úr lífinu i fieykjavik fyrir 40 árnm. 139
tilhaldsstúlka stakk upp á því að fara í snúning, en úr
því varð samt ekki. Auðvitað voru erfisdrykkjur í stór-
um stíl að eins hjá efnafólki, en þó var það föst venja,
að líkmennirnir fengu góðgjörðir, þótt fátæklingar ætti í
hlut. Ef lærður maður í höfðingjatölu var jarðaður, gekk
líkfylgd að jarðarför lokinni aftur í kirkjuna, og var þar
þá sunginn sálmurinn: Jam mæsta quiesce querela, og
þá fyrst var jarðarförin á enda.
Almennar skemtanir fyrir fullorðið fólk voru fáar þá.
Þó voru dansleikar haldnir stöku sinnum. Heldra fólkið
hélt ætíð sinar dansskemtanir í »Klúbbnum«, sem kallað-
ur var, en nú er Herkastali. Salurinn þar hefir roargt
séð um dagana. Þar hafa verið veitingar, bæði fyr og
síðar, dansleikir, tombólur, gleðileikir haldnir í mörg ár.
Þar hafa Gyðingar selt fatnað og ýmislegt skran. Þar
hafa uppboð verið haldin; og loks hafa nú margar synd-
ugar manneskjur, sem hafa verið staddar þar áður, með
ef til vill syndsamlegu hugarfari, frelsast þar. Já, þar
voru »böllin« haldin, og þó var húsið á þeim tíma, sem
eg á við, sjúkrahús. »Extrema se tangunt« : niðri var alt
á ferð og flugi, stígandi dansinn eftir harmoniku Brands,
en uppi á loftinu stundi sjúklingurinn, og tók ef til vill
síðustu andvörpin. Slíkt gæti ekki átt sér stað nú. Að
ekki hafi verið mikið um almennar skemtanir þá má
ráða af þvi, að frá því slíkur dansleikur hófst á kvöldin,
og þangað til honum lauk kl. 4—6 morgunin eftir, var
fult af fólki á gluggunum, og það þótt hlerar væru fyrir
þeim. Fólkið útvegaði sér kassa og stiga og stóð á þeim,
og aðrir settust svo á herðar þeirra og enn aðrir þar of-
an á. Oftast voru þeir, sem inni voru, svo góðsamir að
gera gluggarifuna stærri, svo að þeir að utan gætu þó
haft einhverja ánægju. Sannleikans vegna verð eg að
taka það fram, að hinn fegurri og betri hluti mannkyns-
ins var í meiri hluta úti fyrir, og hélt líka betur út en
karlþjóðin.
En það var ekki einungis heldra fólkið, sem hafði
gaman af að snúa sér; alþýðan hafði líka gaman af að