Skírnir - 01.04.1913, Page 44
140
Ýms atriði úr lifinu í Reykjavík fyrir 40 árnm.
dansa. Hún hafði ekki ráð á að leigja stærsta sal bæjar-
ins til slíks, hún lét sér nægja smærri herbergi. Þar voru
»píu«böllin haldin. Enn þann dag í dag er torfbær hér
í bænum: stofuglugginn veit út að götu og er lítið eitt
hærri en hún. Það má því nærri geta hvað lofthá stof-
an sé, — að eg ekki tali um stærðina. í þ e i r r i stofu
man eg eftir »piu«balli. En hvað um það. Fólkið gerði
ekki háar kröfur og skemti sér þó vel. Og að slik böll
hafi verið fjörug má ráða af þessari vísu:
Þetta kveld er mér í minni,
man eg varla þvílíkt rall;
það skal vera í siðsta sinni,
sem eg fer á piuball.
Sjónleikir voru þá líka leiknir af stúdentum. Þeir
voru um 1873 haldnir í Glasgow. Þar voru leiknir
»Hellismennirnir« og leikrit eftir Holberg: »Sængurkonan«,
eftir Moliére: »Hrekkjabrögð« Scapins o. fl. Þóttu það á-
gætar skemtanir og voru vel sóttar, einkum af æskulýðn-
um. Höfðu leikirnir þau áhrif á okkur drengi, að við lék-
um heil atriði eftir minni, einkum úr »Sængurkonunni«
og »Hellismönnunum«, sem okkur þótti mest í varið.
A margt fleira mætti minnast, en einhverstaðar verð-
ur að hætta. Þætti mönnum gaman að heyra eitthvað
meira, má vel vera að sé enn eitthvað eftir í poka-
horninu