Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 53
Nútíma hugmyndir um barnseðlið.
149-
Aldur barnanna. Lestrar- kunnátta. Hugareikningsdæmi: Réttritu Stíl-dæmi. n. Yillnr.
6—7 ára Stafandi, stautandi Takið 6 kartöflur af 19 kart- öflum. Hve mikið er þá eftir? Drengurinn hefir langan staf. Kirkjan var bygð í fyrra. Hér er öðuskel. 16
7—8 ára JJikandi Dragið 8 aura frá 59 aurum. Hve mikið er þá éftir? 11
8—9 ára Hikandi eða lesandi í kassa nokkrum voru 604 epli. 68 af þeim voru seld. ' Hve mikið var þá eftir? 8
9—10 ára Lesandi Til að gera kápu þarf 7 metra langan dúk. Hve margar káp- ur má gera úr 89 m., og hve margir m. ganga af dúknum? 0
10—11ára Lesandi, ágætl. lesandi Maður fekk 250 kr. í laun fyrir vinnu sina í febr.; i þeim mán. eru 28 dagar. Hann eyddi 195 kr. Hve mikið sparaði hann á dag? 4
Til að dæma um lestrarkunnáttuna eru hér notuð
nokkru ákveðnari orð, en hin venjulegu: ágætl. dável o.
s. frv. í lestrinum er gerður munur á þrem stigum. Með-
an barnið hikar við hvert atkvæði, er sagt að það sé
stautandi; þegar það hikar við hvert orð eða fáein
orð, án þess að hirða um efnið, er það h i k a n d i. 0g
að síðustu, þegar það les hiklaust, skýrt og greinilega eftir
greinarmerkjum, er það 1 e s a n d i.
En að véra 1 e s a n d i er þó ekki hæsta stig lestrar-
kunnáttunnar. Sá sem þannig les, uppfyllir lögmálið, en
ekki meira. Hann les alt skýrt og snjalt en í sarna róm,
eins og vél, sem ekki hirðir um efni, né efnisbreytingar.
Þess vegna er eitt stig hærra, en það erað lesa með
tilfinningu (lesa ágætlega), list sem er ótæmandi, list
sem jafnvel mestu meistarar þora ekki að segja, að þeir
kunni til fullnustu. í töflunni er sagt að börn 10 ára eigi
að vera lesandi eða ágætlega læs. En að börn lesi á þeim
aldri með tilfluningu er regla, sem oft er brotin. Fyrst
og fremst er barnið aldrei á þeim aldri nema byrjandi
í listinni,: að eins komið svo langt að því tekst að nokkru
að breyta róm og útliti eins og vel þroskaður maður