Skírnir - 01.04.1913, Page 58
154
Nútíma hugmyndir nm barnseðlið.
andliti, megurð, löngun til að styðja sig við veggi eða
borð, bendingar um að þeim börnum þurfi að gefa gætur.
En eigi að dæma um líkamsþroska barna með mæl-
ingum eru venjulega höfð fimm áhöld, sum algeng. Það
er vog, hæðarmælir, þyktarmælir, aflmælir og lungna-
mælir. Með hæðarmælinum er mæld hæðin, með þyktar-
mælinum herðabreiddin. Aflmælirinn er sporöskjulöguð
stálfjöður, sem hreifir vísi á tölustiga, eftir því, hve fjöðr-
inni er þrýst mikið saman. Lungnamælirinn er áhald,
sem sýnir, hve miklu lofti maður getur andað frá sér.
Þyngd barnsins, hæð og herðabreidd gefa yfirlits hug-
mynd um líkamsþroskann. Aflmælirinn er beygður sam-
an með annari hendi, milli lófans og fingranna. Vísirinn
sýnir þá handstyrkinn. Reyndar segir sú raun alls ekk-
ert urn aflið í öðrum líkamshlutum, t. d. bolnum. Anuan
galla má henni til foráttu finna, þann, að sýna að eins
hámark orkunnar eitt augnablik, en ekki þo 1 ið,
sem mest er þö undir komið í daglegu hfi. En þrátt fyrir
báða þá ókosti er aflmælirinn einfaldast og handhægast
þeirra áhalda, sem mæla má með mannlega orku og vilja-
styrk að nokkru leyti.
Margar athuganir sýna, að gott brjóst, lungu, sem
rúma mikið loft, og geta skift lofti ört, er áreiðanlegt
merki um mikinn lífsmátt, fjör og þol. En þeir sem ekki
eru svo vel gerðir, geta bætt lungun með skynsamlegum
æfingum ; lungnamælirinn sýnir hverir hafa þess þörf.
Tökum eitt dæmi til að sýna árangur þessara mæl-
inga. Það er drengur 10 ára. Taflan hans er svona:
Hæð 1 m. 20.
Þyngd 26 kgr.
Herðabreidd 28,7 cm.
Lungnamælir 1600 mm.
Aflmælir 17 kgr.
En meðan ekki er neinn allsherjar mælikvarði um
meðalþroska barna i landinu er þvílík mæling gagnslaus.
En skýrslum þess efnis hefir nú verið safnað í mörg ár.