Skírnir - 01.04.1913, Síða 75
Jan Hayen.
171
Eldgígir eru hór og þar um alla eyna. Draga þeir flestir
nafn af þeim mönnum, er fyrstir hafa kannað þá. Sunnan við
Beerenberg er Eskgígur.
Suðurhluti eyjarinnar er tómt hraun, að heita má. Hann fer
smáhækkandi upp frá sjónum og um miðbikið er hann um 500 m.
Þar eru víða snjóskaflar, sem aldrei leysir.
Eyjan er lægst um miðjuna og liggja þar dældir yfir um hana
þvera. Þar eru tvö stöðuvötn, hvort sínu megin á eynni, rétt við
sjóinn; eru aðeins örmjó sandrif milli þeirra og sjávar. Vatnið að
norðvestan liggur 3 metra yfir sjó. Það er 36 metrar á dýpt og
ósalt. Það er fjórðungur mílu á breidd, en nokkru lengra. Rifið
er nál. fjórðungur mílu á l«ngd, en ekki nema um 75 faðmar á
breidd og 8 metra hátt yfir sjávarmál. Hitt vatnið er miklu lengra
— um 2 mílur — það er viðlíka breitt og norðvest.ur vatnið, en ekki
nema 1J/2 metr. á dýpt. Rifið við syðra vatnið er 160 faðmar á
breidd, en ekki nema 6 m. yfir sjávarmál.
Lækur einn rennur í vesturvatnið, kallaður Tornö’s-lækur. Þó
að lind eða smálækur sjáist á stöku stað, hverfur hann niður í
hraunið eða sandinn.
Eyjan er orðin til af eldgosum. Hefir hvert hraunlagið hlað
ist ofan á annað og þannig er hún risin úr sjá. — Eftir þeim berg-
tegundum að dæma, sem þar eru, er álitið að hún só miklu yngri
en ísland. Það er eftirtektavert, að stefna eyjarinnar er hin sama
sem eldgígaraðanna á sunnanverðu Islandi. — Það virðist vera langt
síðan Beerenberg hefir gosið, á það bendir jökullinn á fjallinu, sem
er geysimikill. En annarstaðar á eynni hefir tvisvar orðið vart
við eldgos, sem sögur fara af.
Anderson, sá er skrifaði mestar skammirnar um Islendinga,
talar um Jan Mayen í sömu bókinni. (Hún kom í út Hamborg árið
1746). Þar getur hann þess, að Jakob nokkur Laab hafi verið
staddur við eyna 17. maí 1732. Hafi hann þá séð gos uppi á
eynni. Hélt hann á burt undir eins og byr gaf. En er hann var
kominn 15 mílur frá landi, fóll svo mikil aska á skipið, að seglin
urðu kolsvört. Sooresby var sjónarvottur að gosi á eynni vorið
1818; er álitið að það gos hafi komið úr Eskgígnum.
Yel má vera að oftar hafi gosið á eynni, síðan hún fanst, þó
að þess hafi ekki orðið vart, eða fært í frásögur.
I dagbók vetursetumannanna frá 1633 er talað um, að þeir
hafi einu sinni heyrt afarmikinn dynk. Er álitið að hann hafi
stafað af eldsumbrotum, þó að ekki yrði af gosi f það skifti, því