Skírnir - 01.04.1913, Qupperneq 78
174
Jan Mayen.
orðið nær 5 álna langur og 6—7 hundruð pund á þyngd. Einnig
er þar töluvert af blöðrusel (phoea cristata).
Af hvölum eru þar langreyður (balaenoptera musculus) og
slóttbakur (balaena mysticetus). Háhyrningur (orca gladiator), ná-
hveli og ef til vill fleiri. Sléttbakurinn getur orðið alt að 80 feta
langur og 300 þúsund punda þungur, en sjaldan er hann yfir 65
fet. Háhyrningarnir eru honum hinir fjandsamlegustu. Fara þeir
í flokkum um sjóinn og eira engri skepnu. Þegar þeir ráðast á
slóttbakinn, verður það hinn ógurlegasti hrikaleikur; hanga
þeir á skoltum hans og tungu og rífa stykki úr skrokknum. Hann
hefir engin varnarráð gegn þessum vörgum og gefst loks upp, ör-
magna af mæði og blóðmissi. Einkum eru það unghvelin, sem þeir
ráðast á.
Mikið er af fugli á eynni, en fáar tegundir. Aðallega eru þar
sjófuglar. í sjávarhömrunum verpir feiknin öll af fýlung; þar
verpir og haftirðill, stuttnefja og teista. Einnig eru þar: send-
litigur, stóri hvítmáfur, kjói, æðarfugl (aðallega blikar), lótnar, lund-
ar og fálkar (?) og ef til vill fleiri tegundir.
Lítið mun vera af fiski við eyna. Tegundir fáar og lítt nyt-
samar, helzt marhnútategundir. En af lægri sjávardýrum er þar
mikið.
Fyrir hór um bil 50 árurn, sigldi hákarlaskip úr Eyjafirði til
Jan Mayen. Formaður þess hót Jón Loftsson. Vildi hann reyna
hvort þar væri vænlegt um hákarlaveiðar, en varð ekki var.1
Af skordýrum er þar lítið sem ekkert. »Ingolf-Ekspeditionen«
(1896) fann þar tvær litlar mýflugur og einn smáorm.
Jurtagróður er fáskrúðugur á Jan Mayen. Þær jurtir, sem
vaxa þar, eru beygðar niður að jörð og ber því lítið á þeim; eru
þær á strjálingi. Mest er af þeim nálægt fuglabjörgunum, því að
þar er helzt jarðvegur, sem þær geta dafnað í. Mikið er af mosa
á eynni, og eru víða grænar breiður af honum á hrauninu.
Arið 1902 þektust þar 39 tegundir af hærri jurtum (37 af
þeim vaxa einnig hór). Þær eru þessar: Fjallasmári, lambagras,
snækrækill, fjallanóra, fjöruarfi, músareyra, lækjafræhyrna, skarfa-
kál, fjallavorblóm, túnvorblóm, hóluvorblóm, jökulklukka, hrafna-
klukka, skriðnablóm, jöklasóley, dvergsóley, snæ-steinbrjótur, lauka-
steinbrjótur, lækjasteinbrjótur, þúfusteinbrjótur, vetrarblóm, blálilja,.
*) Sjá Geografisk Tidskrift 14. hd. hls. 10.