Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1913, Side 79

Skírnir - 01.04.1913, Side 79
Jan Mayen. 175' engjafífill, ólafsSúra, kornsúra, naflagras, grasvíðir, fjallhæra, bjúg stör, rjúpustör, snænarfagras, fjallasveifgras, sauðvingull, túnvingull, hjálmgresi, tóugras, klóelfting. Tvær tegundir (draba fladnizensis og poa cenisia) eru ekki hér á landi.1) Arið 1896 voru þar kunnar 13 tegundir sveppa, 23 teg. af skófum, 28 teg. af mosum og 86 teg. sæþörunga og vatnsþörunga.2)- (Árið 1906 voru þar kunnar 107 þarateg.3) Ekkert riki hefir helgað sér Jan Mayen, enda er þar ekki um auðugan garð að gresja. Heyrt hefi eg að Færeyingar hafi um eitt skeið verið að hugsa um að nema þar land, eu ekkert varð úr þeirri ráðagerð. Ýmsir hafa orðað það, hvort oss íslendingum gæti ekki orðið not að eynni á einhvern hátt, þar eð vér erum næstir henni. Sam> kvæmt því sem sagt er hér að framan, er ekki hugsandi til þess, að reka þar fiskveiðar. Ovíst er hvort svara mundi kostnaði að senda þangað skip eftir rekavið, því að þótt mikið sé þar af hon- um, þá er hann mjög skemdur. Það má búast við að ís verði til tálma, en verst af öllu er þó hafnleysið, því að ekki verður viður- inn fluttur á skip nema í logni og slóttum sjó. Helzt er fanga von ef dvalið er þar yfir veturinn, mætti skjóta þar refi og ísbirni, og á útmánuðum rota seli á ísnum (sem kæpa þar); en á vorin er mikið af eggjum í fuglabjörgunum. Fremur mundi vera dauflegt að búa þar í fásinninu, og allur útbúnaður yrði dýr, ef vel ætti að fara (auk þess er hættan af eldgosum). Yæri mikið lagt í sölurn- ar fyrir ekki meiri gróða en þar er von. Þess verður að líkindum langt að bíða, að Jan Mayn byggist, enda er þar ekki sérlega vistlegt. Þorsteinn Þorsteinsson frá Arnbjargarlæk. ‘) Sbr. Botanisk Tidsskr. 24. B. 3. H. og Flóra íslands 1901. ’) Bot. Tidsskr. 21. B. 1. H. og 26. B. s) Kjellman: Znr Kenntnis der Marinen-Algenflora von JanMayen,- Stockholm 1906.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.