Skírnir - 01.04.1913, Side 84
180
Ritfregnir.
Heflaskurðurinn hefir verið auðvelt handarvik* 1) og fljótlegt að
grípa til hans, ef menn vildu minka ferð skipsins um stundarsakir.
Enn hann hefur reint mjög á siglutrjeð og gat verið hættulegur í
hvassviðri, af því að seglið var ekki lækkað, enn af því leiddi, að
vindurinn lagðist með öllu sínu afli á efri hluta siglutrjesins.
Snildarlega segir Snorri f Heimskringlu sinni frá eltingaleik
þeirra Ólafs helga og Erlings Skjálgssonar, sem lauk svo, að Erlingr
var veginn við eina Bókn norður af Jaðri. Frá hinu sama er og sagt
i fleiri konungasögum. Ólafs saga helga, sem gefin er út af Munch
og Unger í Kristíaníu 1853, og sú, sem prentuð er í Fornmanna-
sögum 4. og 5. bindi, eru í öllu verulegu samhljóða frásögn Heims-
kringlu, og sama má segja um Ólafs sögu helga í Flateijarbók. Aft-
ur á móti er frásögnin nokkuð öðruvísi orðuð í helgisögu Ólafs,
sem er gefin út af Keyser og Unger í Kristíanfu 1849, og sömu-
leiðis í Fagrskinnu, enn efuið er þó hið sama. í þessari frásögn
er kafli sem sínir bæði heflaskurð og hálsan í fullri framkvæmd,
og með því að sá kafli er þessu máli til mikillar skíringar og sumt
í honum hefur ekki verið rjett skilið af H. Falk, set jeg hjer ágrip
af frásögn Heimskringlu og læt prenta orðrjett (með gæsalöppum)
eftir henni það sem máli skiftir.
Ólafr konungur hafði legið um hrfð í Eikundasundi2) á skip-
um sínum. Höfðingjar höfðu þá margir brugðið trúnaði sínum við
hann og lagt lag sitt við Knút ríka, þar á meðal fremstur í flokki
Erlingr Skjálgsson á Sóla á Jaðri. Konungur vissi, að Erlingr
hafði liðssafnað mikinn á Jaðri og bjó þar langskip (skeið), sem
hann átti, og mörg smærri skip. Tómasmessu firir jól (21. desem-
ber) sigldi konungur skipum sfnum út úr Eikundasundi norður
firir Jaðar; var bir góður, enn heldur hvast. Erlingr sá ferð hans
af Jaðri og ljet þegar blása liði sínu öllu til skipanna og hjelt öll-
um sfnum flota norður á eftir konungi. Skip þeirra Erlings vóru
örskreið, því að þeir höfðu ekki annað á enn menn og vopn, aftur á
móti vóru konungsskipin »s e 11 mjök« (o: mikið hlaðin) og sollin,
því að þau höfðu lengi legið á floti, og gengu því illa. Dró því
saman með þeim. Skeiðin, sem Erlingr var á, gekk miklu hraðar
enn önnur skip í flota hans. »Þ á«, segir sagan, »1 ó t h a n n (o:
hefilskapt og vildi kippa ofan seglinu (svo besta hdr.
Sturl., hin handritin og Bisk. I, bls. 4226 sleppa „seglinu“, enn
hugsunin er hin sama).
l) Svo nefni eg það sem Danir kalla frönsku orði manovre.
*) Nú Ekersund, rjett firir sunnan Jaðar.