Skírnir - 01.04.1913, Side 87
Kitfregnir.
188
-grunnsökkum«. Enn jeg þekki ekkert dæmi þess, aS pendula
•sje haft í þíSingunni »grunnsakka«, hvorki í fornu latínumáli nje
i miSaldalatínu, enda virSist líklegast, aS »p e n d u 1 a s« sje hjer
lísingarorS og eigi viS u n d a s. Hugsunin virSist vera: (Þeir Ing-
ólfr fundu Island) »m eS því aS leita ifir holskeflur
(eiginlega: hangandi eSa slútandi öldur) h a f s i n s«.
B. M. Ó.
Almennar reglur um varnir gegn útbreiðsln næmra sjúk-
dóma 12. okt. 1912 og Sótthreinsunarreglur 12. okt. 1912.
■Gefnar út á landssjóSs kostnaS.
Kver þetta er einkar ljóst og lipurt samiS, eins og höfuudur
þess, GuSm. landlækuir Björnsson, ú vanda til. ÞaS er nauSsynja-
bók fyrir allan almenniug og ekki sízt fyrir sótthreinsunarmenn þá,
sem nú eru skipaSir víSsvegar um land.
Næstu harðindin. Eftir Guðm. Björnsson. Reykjavík.
1913. Verð 40 aurar.
Þetta er hugvekja, sem allir ættu aS lesa, um harSindi á ís-
landi aS fornu og nýju, þar meS síSustu harSindin (1881—’88), og
um tjón þaS er þau hafa valdiS vegna fyrirhyggjuleysis landsmanna.
Höf. telur aS beztu bjargráSin gegn harSindum væru: 1) 0 f 1 u g-
ur hallærissjóSur og 2) örugg kornmatarverzl-
un (landsverzlun) meS tryggum vetrarbirgSum í
hverju kauptúni á landinu.
G. F.