Skírnir - 01.04.1913, Page 88
S v a r
upp á orðabókar-sleggjudóm Einars Arnórssonar.
Með mestu herkjum fæ eg rúm fyrir þessa stuttu grein í „Skirni“r
— afsvar um meira rúm. Menn verða því að taka tillit til þess, hve
þröngur bás mér er markaður.
I. E. A. byrjar á þvi að skapa mér verkefni og reglur eftir s i n u
höfði — alt annað verkefni og alt aðrar reglur, en eg hafði sett mér
sjálfur, og munu þó skynbærir menn viðurkenna, að höfundur hafi rétt
til að ákveða verkefni sitt sjálfur, og starfsreglur. Um það má deila,
hvort höfundur hafi ákveðið þetta skynsamlega, en hitt er engum óvit-
lausum manni ætlandi, að dæma um framkvæmd verksins eftir öðrum
mælikvarða, en þeim er höfundurinn hefir sjálfur sett sér. — Hr. E. A.
fullyrðir, að eg hafi ætlað að semja »vísindalega« orðabók, og leggur í
»vísindalega« sömu merkingu sem málsögulega, það er: orðabók,
sem sýni, hvar hvert orð málsins komi fyrst fyrir, og reki svo sögu þess
niður eftir öldunum. Slíkar orðabækur játar hann sjálfur, að engum ein-
um menskum manni sé fært að semja, enda veit eg ekki til að það sé
meir en fjórar þjóðir, sem gert hafa t i 1 r a u n til aö fá slikar orðabæk-
ur samdar. Auðvitað verður að kosta milíónum króna til slíkra bóka
og mörg hundruð manna að vinna að þeim. T. d. eru
margir menn í ritstjórn Oxfordar-orðabókarinnar miklu, og hafa þeir haft
yfir 1600 fasta hjálparmenn.
Hr. E. A. leggur mér það mjög til lasts, að eg skuli hafa færst í
fang að semja orðabók yfir forna og nýja málið, einkum nýja málið, —
af þvi að Hallgrimur Seheving og Jón Þorkelsson rektor hafi ekki
samið slika orðabók. Eftir þessu er það mikilla vita vert, að nokkur
maður taki sér fyrir hendur það sem einhverjir tveir menn hafa ekki
gert. Eg sleppi nú þvi, að Hallgrímur Scheving tók sér einmitt þetta
sama verk fyrir hendur, og vann það, eii brendi handrit sitt á bana-
dægri, líklega þá hálfruglaður. — Björn Halldórsson samdi orðabók is-
lenzka, sem bæði tekur yfir forn orð og ný, að visu mjög ófull-
k o m n a eftir n ú t í ð a r-mælikvarða, en þó svo merkilega, að Rask gaf
hana út í Kaupmannahöfn 1814, og þykir hún, sem vert er, hin merki-
legasta bók enn í dag. — Dr. Samuel Johnson var svo ósvífinn að verja