Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1913, Page 89

Skírnir - 01.04.1913, Page 89
Svar. 185- sjö árum ævi sinnar til að semja enska orðabók, og hatði sex hjálpar- menn. Sú orðabók kom út 1755, og oft siðan. Aður verður ekki talið að til væri nema ein litilfjörleg tilraun til enskrar orðahókar og fáein orðasöfn. Johnsons orðabók tók yfir tæplega 48,000 orð (nýjustu orðabæknr taka yfir 400,000)1). Ekki var þessi orðabók heldur stórum »vísindalegri« en min. Þessi »óvisindaloga« orðabók, sem hundruð þúsunda orða »vantaði i«, er þó, og mun ávalt verða, talin stór- merkileg bók, og satt að segja er hún sá grundvöllur, sem allar síðari orðabækur enskar hvíla á og er talin sígilt (klassiskt) verk enn i dag. (.Bjelmqvint: Modern Lexikografi, Lund 1896, 81. bls.). Ef fylgja skyldi inni gullnu reglu E. A., að enginn maður mætti ráðast í að semja orðabók, nema einn eða fleiri menn hefðu gert það áður, þár væri auðvitað engin orðabók til enn í nokkru máli í heiminum. Hvert sé það verksvið, sem eg hefi sjálfur markað orðabók minni, sést fullglögt á boðsbréfinu. Þar stendur þetta: — — »X>essi orðabók Jóns Olafssonar á að taka yfir öll orð úr fornmálinu, nema ekki annað úr skáldamálinu en það sem í Eddunum kemur fyrir. Einnig tekur hún úr nýja málinu öll þ a u orð, er höf. hefir komist yfir, og hefir hann hagnýtt þar orðabækur, þær sem til eru, með þýðingum á útlend mál, þar á meðal öll orðasöfn Jóns rektors Þorkelssonar, og auk þess orðasafn dr. Schevings, sem dr. Jóni Þorkelssyni hefir verið ókunnngt um, en það eru þrjú bindi skrifuð i 4bl. broti.' Eg skal taka það fram eitt skifti fyrir öli, að um fornmálið byggi eg einvörðungu á orðabókum Cleasby’s, Eritzner’s, Hægstad og Torp’s, á 1., 2. og 4. orðasafni Jóns Þorkelssonar rektors, og lítillega á Lex. Poét. (Sv. E.) Mér hefir aldrei komið tilhugar að fara að semja »Supplement« við þær. Um nýja málið byggi eg á áður um- getnn orðasafni Schevings, á 2. og 3 orðasafni Jóns Þorkelssonar rekt- ors, og svo þvi sem eg sjálur hefi safnað úrbókumog daglegu m á 1 i. Öll forn orð hjá mér eru því tekin úr umgetnum orðabókum, og þar sem eg hefi tekið upp tilvitnanir nm þan, hefi eg alls ekki færst í fang að sannprófa þær. Skakkar þýðingar í téðum orða- bókum hefi eg á fáeinum stöðum leiðrétt, og á eg flestar þær leiðrétting- ar próf. B M. Olsen að þakka. Tilvitnanir úr bókum, sem dr. Seheving hefir orðtekið, hefi eg nær allar tekið eftir honum, og langflestar sannprófað sjálfur. — — Frá öllu þessu verður vitanlega nákvæmlega skýrt í formála þeim bem á að fylgja 1. öiudi. E. A. telur það ákaflega »óvísindalegt«, að eg hafi eigi farið að sannprófa tilvitnanir Cleasby’s og Fritzner’s. Enn þá »óvísindalegri« er þá í þessu efni Oxfordar-orðabókin mikla. Yfir sextán hundruð menn, karlar og konur, lærðir og ólærðir, hafa safnað tilvitnunum fyrir þá orðabók, og ritstjórnin sannprúfar enga tilvitnun, nema henni virðist liún sýnilega gruns'im. Kveðst reiða sig á þessa hjálparmenn sína, ‘) Mín orðabók tekur aö minsta kosti um 100,000 orð.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.