Skírnir - 01.01.1914, Síða 1
Steingrímur Thorsteinsson.
Kvæði Steingríms Thorsteinssonar eru sannnefnd s ó 1-
a r 1 j ó ð. »Sól eg sá« — hefði vel mátt vera einkunnar-
orð hans og æfisaga. Hver sem blaðar í kvæðabók hans
mun fljótt ganga úr skugga um þetta. Sólin skín þar ná-
lega á hverju blaði, að minsta kosti veit skáldið alt af
hvað henni líður, og getur þess við og við hve hátt hún
er á lofti. Ef hún felur sig lengi, verður hann óþolin-
móður:
„Nú hef eg svo lengi mátt sakna þín, sól!
Eg særi þig, komdu með ljós, yl og gleði“
Ekkert fekk honum slíks unaðar sem það að lesa þær
rúnir sem sólin skrifaði á láð og lög, eða virða fyrir sér
og dást að því hvernig hún roðar og gyllir skýin. Enginn
var oftar en hann á verði, ef von var á fögru sólarlagi,
og þegar það gafst, var hann hugfanginn og glaður eins
og barn. Það var eins og liann væri þá í kirkju, svo
mikil helgilotning skein af andliti hans. Fegri »sólkveðju«,
innfjálgari kvöldsálm til sólarinnar, en »Dagur er liðinn,
dögg skín um völlinn«, held eg ekki að neitt íslenzkt
skáld hafi ort. Hann elskaði ljósið, hugsaði í því og
dreymdi í.því. Skammdegismyrkrið varð auðvitað á leið
hans eins og okkar hinna — þá elfu verðum við allir að
ríða — en hann horfði þá á »sólskinsbakkann hinumegin«,
og vel lýsa þær honum, visumar þær arna:
„Þvi svartar sem skyggir vor skammdegis neyð,
Þess skærara brosir vór júnísól heið;
Nú skín hún á frónið vort fátækt og kalt
Og fegurðar gullblæjum sveipar hún alt.
1