Skírnir - 01.01.1914, Síða 4
4
Steingrímur Thorsteinsson.
landinu, þá er eins og hann standi á fögrum sjónarhól
með góðum vin og bendi á það sem fyrir augað ber.
Lýsingar hans eru runnar úr sama djúpi og hin einföldu
en ódauðlegu orð Gunnars á Hlíðarenda: »Fögr er hlíðin,
svá at mér hefir hon aldri jafnfögr sýnzt — bleikir akrar,
en slegin tún«. Lesi menn t. d. hið inndæla kvæði: »Man
eg grænar grundir«, og gái að þeim innileik sem liggur
i orðbragði kvæðisins og andardrætti. Líkt er um »Snæ-
fellsjökul«. Ein endurminningin um bernskustöðvarnar
■rekur aðra, skýr og lifandi, og þar kemur þetta:
Ei þar sungu svanir,
En sjófugl bjargs í tó,
Og hrafnar hrævum vanir,
I holti refur gó;
Sætt á kvöldum sumars þó
Lét í eyrum lóukvak
I lyngi vöxnum mó.
Hann getur ekki gleymt því, að svanina — yndið hans
og uppáhald — vantaði þarna, og hann afsakar sjófugla-
gargið, hrafnakrunkið og tóugaggið, með því að minna á
blessað lóukvakið. Þetta er líkt honum.
Þegar Steingrímur kveður um sögustaði, svo sem
Gilsbakka eða Hvalfjörð, ráða söguminningar og örnefni
að nokkru leyti skynjan hans og meðferð. Einhvern tíma
sagði hann mér, að fyrsti vísir Gilsbakkaljóða hefði verið
þetta erindi:
Hér streymir úrsvöl, undurtær
Að ofan jökulkylja,
En neðan ilmsæll hirkiblær
Úr brekkum skógargilja,
Og mætast svo á miðri leið,
Hið mjúka blandast stríðu,
Sem manndómshreystin minnist heið
Við meyjar hreina bliðu.
Endurminningin um Gunnlaug og Helgu kemur þama
■frarn í líkingunni. Skáldinu er eins og íinni hann eiminn af
sálum þeirra í blænum. Sú endurminning fær aftur mynd,
þegar hann sér bjarktrén seilast hvort til annars yflr
gljúfrið —