Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1914, Síða 9

Skírnir - 01.01.1914, Síða 9
SteÍBgrímur Thorsteiussan. 9 sem við höfðum hitann úr. í gili einu, þar sem lækur hafði þítt frá sér háa snjóhvelfingu, sátum við hvor á sínum steini og lásum upphátt hvor fyrir annan til skiftis. Og ekki hefir soldáninn sjálfur óðfúsari teigað þær sögur af vörum Scheherasade, en við, og enn finst mér seitlið i læknum vera yndisleg;t undirspil. — »Axel« kunni ung vinnukona á heimilinu utan bókar að mestu og hafði stundum upp fyrir mér í rökkrinu. Skelfing fanst mér það fallegt og mikið þótti mér vænt um stúlkuna fyrir að kunha kvæðið. Seinna komst eg yfir skrifað eintak og þóttist þá ríkur, en skifti því svo síðar við gamlan mann sem átti »Axel« prentaðan. Eg var þá að læra undir skóla og setti hann það upp,; að eg gæfi honum í milli fyrstu bókina sem eg skrifaði sjálfur! Og einhverja sögu eiga allar hinar bækurnar eftir Steingrím í endurminningunni, þó eg reki það ekki hér. Hann var það líka sem átti langflest ljóðin í söngheftunum hans Jónasar Helgasonar, sem komu eins og vorfuglar með söng út um sveitirnar. Auðvelt er að sanna, að ekkert íslenzkt skáld er sungið jafnmikið og Steingrímur. Eg býst við að margir hafi svipaðar sögur að segja og hafi tekið undir með skáldinu Stephani G. Stephanssyni: Daprari mun dagsins sól Daginn þann mér reynast, Sem eg veit á vorsins hól Vantar Steingrím seinast. Steingrím Thorsteinsson dreymdi eina nótt í desem- bermánuði 1912, að hann væri að lesa í bók, sem honum fanst hálft í hvoru vera eitthvert æfintýr eftir sjálfan sig. Þegar hann vaknaði, mundi hann þetta: Ró, ró, ró syngur himininn heiður. Ró, ró, ró syngur foldiu fríða. Ró, ró, ró syngur hafið spegilfagurt. Ró, ró, ró syngur kvöldið með gullskýjunum í vestrinu Ró, ró, ró syngur hjartað i mér sjálfum. Ró, ró, ró! Amen!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.