Skírnir - 01.01.1914, Síða 9
SteÍBgrímur Thorsteiussan. 9
sem við höfðum hitann úr. í gili einu, þar sem lækur
hafði þítt frá sér háa snjóhvelfingu, sátum við hvor á
sínum steini og lásum upphátt hvor fyrir annan til skiftis.
Og ekki hefir soldáninn sjálfur óðfúsari teigað þær sögur
af vörum Scheherasade, en við, og enn finst mér seitlið i
læknum vera yndisleg;t undirspil. — »Axel« kunni ung
vinnukona á heimilinu utan bókar að mestu og hafði
stundum upp fyrir mér í rökkrinu. Skelfing fanst mér
það fallegt og mikið þótti mér vænt um stúlkuna fyrir
að kunha kvæðið. Seinna komst eg yfir skrifað eintak
og þóttist þá ríkur, en skifti því svo síðar við gamlan
mann sem átti »Axel« prentaðan. Eg var þá að læra undir
skóla og setti hann það upp,; að eg gæfi honum í milli fyrstu
bókina sem eg skrifaði sjálfur! Og einhverja sögu eiga
allar hinar bækurnar eftir Steingrím í endurminningunni,
þó eg reki það ekki hér. Hann var það líka sem átti
langflest ljóðin í söngheftunum hans Jónasar Helgasonar,
sem komu eins og vorfuglar með söng út um sveitirnar.
Auðvelt er að sanna, að ekkert íslenzkt skáld er sungið
jafnmikið og Steingrímur.
Eg býst við að margir hafi svipaðar sögur að segja
og hafi tekið undir með skáldinu Stephani G. Stephanssyni:
Daprari mun dagsins sól
Daginn þann mér reynast,
Sem eg veit á vorsins hól
Vantar Steingrím seinast.
Steingrím Thorsteinsson dreymdi eina nótt í desem-
bermánuði 1912, að hann væri að lesa í bók, sem honum
fanst hálft í hvoru vera eitthvert æfintýr eftir sjálfan sig.
Þegar hann vaknaði, mundi hann þetta:
Ró, ró, ró syngur himininn heiður.
Ró, ró, ró syngur foldiu fríða.
Ró, ró, ró syngur hafið spegilfagurt.
Ró, ró, ró syngur kvöldið með gullskýjunum í vestrinu
Ró, ró, ró syngur hjartað i mér sjálfum.
Ró, ró, ró! Amen!